Vilhjálmur Einar Magnússon (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Vilhjálmur Einar Magnússon frá Presthúsum fæddist 6. september 1887 og lést 25. september 1953.
Foreldrar hans voru Magnús Vigfússon bóndi í Presthúsum, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1845, d. 18. október 1907.

Börn Magnúsar og Sigríðar voru:
1. Guðrún Helga , f. 5. júní 1878. Hún fór til Vesturheims.
2. Guðmundur á Löndum, f. 15. september 1880 í Dölum, d. 19. mars 1952 í Reykjavík.
3. Sigfús Magnússon, f. 20. desember 1881 á Vilborgarstöðum, d. 13. janúar 1882 úr „krampa“.
4. Jórunn Ingileif, f. 10. október 1883, d. 14. júlí 1962, gift Guðmundi Guðmundssyni í Ey, f. 6. júlí 1864, d. 24. nóvember 1928.
5. Vilhjálmur Einar, f. 6. september 1887, d. 25. september 1953.

Vilhjálmur Einar var með fjölskyldu sinni í Presthúsum 1890, var hjá Sigurði föðurbróður sínum og Þorgerði á Fögruvöllum 1901.
Hann var húsmaður á Nýlendu 1909 með Guðbjörgu Jónsdóttur og barni hennar nýfæddu.
Vilhjálmur var leigjandi, útgerðarmaður og sjómaður í Litlabæ 1910.
Hann fluttist til Reykjavíkur, var húsbóndi á Bergþórugötu 12 1920 með Ólöfu Eiríksdóttur húsfreyju. Með þeim var Lydia Pálmarsdóttir, dóttir Ólafar, f. 1918.
Þau bjuggu á Haðarstíg 6 1931 með Lydíu og fósturbarnið Jóhann Ingva Einarsson, f. 26. februar 1925 í Ey. Hann var sonur Sigríðar Magnúsínu Guðmundsdóttur frá Ey, en Jórunn móðir hennar og Vilhjálmur voru systkini.
Vilhjálmur Einar stundaði verkamannastörf í Reykjavík, lést 1953.

Kona Vilhjálms Einars, (20. apríl 1922), var Ólöf Eiríksdóttir húsfreyja, f. 20. september 1883, d. 12. apríl 1964.
Fósturbörn Vilhjálms Einars voru:
1. Lydía Pálmarsdóttir, f. 11. september 1918, dóttir Ólafar.
2. Jóhann Ingvi Einarsson, f. 26. februar 1925, d. 1939.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.