Vilhjálmur Brandsson (gullsmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Vilhjálmur Brandsson gullsmiður og leturgrafari fæddist 21. apríl 1878 í Reynishjáleigu í Mýrdal og lést 27. september 1953 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Brandur Einarsson bóndi í Reynishjáleigu, f. 11. febrúar 1824 þar, d. 13. október 1883 þar, og síðari kona hans Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1835 í Sandaseli í Meðallandi, d. 3. febrúar 1919 í Reynishjáleigu.

Bróðir Vilhjálms var Valtýr Brandsson Mýrdal skósmiður, hljóðfæraviðgerðarmaður, f. 26. ágúst 1874, d. 21. nóvember 1942.

Vilhjálmur var með foreldrum sínum í Reynishjáleigu til 1899. Þá fór hann til Reykjavíkur, bjó þar með Helgu Bachman og eignaðist með henni Harald 1908. Þau fluttust til Víkur í Mýrdal 1910 þar sem hann var gullsmiður í Vík til 1913.
Hann fluttist til Eyja 1913, bjó á Hvoli við Heimagötu og vann þar að gullsmíði. Hann kvæntist Jónínu 1915, bjó þá á Jaðri með Jónínu og barni á fyrsta ári og enn 1917. Þau Jónína skildu 1918 og Vilhjálmur var einn og leigjandi í Hvammi, (Kirkjuvegi 41) 1918 og framvegis uns hann fluttist á Elliheimilið í Skálholti.
Jónína var í Götu 1920 með Héðin hjá sér. Ragna var í fóstri í Litla-Gerði, en Hulda Sigurborg fór í fóstur í Suður-Vík í Mýrdal 1919.
Vilhjálmur lést 1953.

I. Bústýra og barnsmóðir Vilhjálms var Helga Jónsdóttir Bachman, f. 23. október 1866, d. 13. nóvember 1915.
Barn þeirra:
1. Vilhjálmur Haraldur Vilhjálmsson, kennari,skólastjóri, f. 22. október 1908 í Reykjavík, d. 14. maí 1970.

II. Kona Vilhjálms, (10. júlí 1915, skildu), var Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 18. maí 1969.
Börn þeirra:
2. Héðinn Vilhjálmsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 19. september 1914 á Hvoli, d. 26. janúar 1995.
3. Ragna Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 3. febrúar 1916 á Jaðri, d. 3. desember 1979.
4. Andvana tvíburi, f. 3. janúar 1916.
5. Hulda Sigurborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 15. mars 1917 á Jaðri, d. 6. maí 2010.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.