Vilborg Ólafsdóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2018 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2018 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Ólafsdóttir, síðar Goodman, vinnukona, síðar húsfreyja í Kanada fæddist 26. júlí 1866 í Rofabæ í Meðallandi og lést 21. desember 1954 í London í Ontario-fylki í Kanada.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson bóndi í Rofabæ, f. 6. júlí 1841 í Seglbúðum í Landbroti, d. 25. ágúst 1881 á Seljalandi u. Eyjafjöllum, og fyrri kona hans Vilborg húsfreyja, f. 12. nóvember 1837, d. 18. júní 1869, Jónsdóttir Landeyings Höskuldssonar.

Systir Vilborgar var
1. Sigríður Ólafsdóttir húskona í Mjóafirði, síðar hjá Nikólínu dóttur sinni á Ásbrún, Hásteinsvegi 4.
Hálbróðir þeirra, samfeðra, var
2. Vilhjálms Ólafssonar sjómaður, útvegsbóndi á Múla.

Vilborg var með foreldrum sínum í Rofabæ til 1880, var tökubarn og síðan vinnukona í Svartanúpi í Skaftártungu til 1891, vinnukona á Snæbýli þar 1891-1893, í Botnum í Meðallandi 1893-1897, í Bakkakoti þar 1897-1900, í Efri-Ey þar til 1901, er hún fluttist til Eyja.
Hún var vinnukona á Búastöðum hjá Guðrúnu og Gísla 1901.
Þau Guðjón fluttust til Kanada 1905 og settust að í Selkirk, bjuggu þar til 1911, er þau fluttust til Foam Lakes í Saskatchewan-fylki, voru í Humbholdt þar 1911 og dvöldu þar til 1915, en þá fluttust þau til Winnipegosis-Village og bjuggu þar til 1949, er þau fluttust til dóttur sinnar og tengdasonar í London í Ontario-fylki og dvöldu þar síðan.
Guðjón tók sér ættarnafnið Goodman.
Þau Guðjón eignuðust tvær dætur vestra.
Vilborg lést 1954.

Maður Vilborgar, (1905), var Guðjón Guðmundsson frá Háagarði, f. 23. október 1881.
Börn þeirra:
1. Guðrún Guðmunda Guðjónsdóttir, f. 14. janúar 1905. Hún fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum nýfædd 1905. Hún nefndist Rúna Guðjónsdóttir, - Rúna Goodman, sem varð Mrs. Bannerman í Seaforth í Ontario-fylki. Maður hennar var James Bannerman.
2. Ágústa Guðný Margrét Guðjónsdóttir, - Ágústa Guðný Margrét Goodman, sem varð Mrs. Ferdine í London í Ontario-fylki. Maður hennar var Statiley Ferdine.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.