Vilborg Vigfúsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Revision as of 10:51, 17 March 2019 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Vilborg Vigfúsdóttir vinnukona og bústýra fæddist 22. janúar 1853 í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum og lést 10. júlí 1936.
Foreldrar hennar voru Vigfús Erlendsson bóndi, f. 13. mars 1827, d. 26. maí 1902, og kona hans Katrín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1816, d. 14. apríl 1869.

Vilborg var með foreldrum sínum í æsku. Hún var 15 ára léttastúlka í Rimakoti í A-Landeyjum 1870.
Hún fluttist úr Landeyjum að Ofanleiti 1880, en fór að Voðmúlastöðum í Landeyjum 1881 með Kristmund, en hann fór að Borgareyrum u. Eyjafjöllum á því ári með föður sínum. Hún fór þangað 1882 og var vinnukona þar 1884, á Búðarhóli í Landeyjum 1890. Hún var vinnukona í Stóru-Mörk 1901, kom þaðan að Ormsvelli í Stórólfshvolssókn 1902, var þar bústýra 1910, var stödd á Vatnshól i A-Landeyjum 1920, í Haga 1930.
Vilborg lést 1936.

I. Barnsfaðir hennar var Guðmundur Símonarson vinnumaður í Miðeyjarhólma í A-Landeyjum, síðar á Borgareyrum, f. 14. apríl 1858, d. 2. júní 1895.
Börn þeirra voru:
1. Kristmundur Guðmundsson, f. 30. október 1880 á Ofanleiti, d. 29. júlí 1882 á Borgareyrum.
2. Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg, f. 21. maí 1884, d. 2. apríl 1955.

II. Barnsfaðir hennar var Halldór Pálsson frá Kumbaravogi á Stokkseyri, f. 22. júlí 1849, d. 25. apríl 1926.
Barn þeirra var
2. Margrét Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja í Haga, f. 6. júlí 1892, d. 7. október 1973. Maður hennar í Eyjum, (skildu), var Guðfinnur Þórðarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.