Vilborg S. Einarsdóttir (Velli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. janúar 2020 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. janúar 2020 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Vilborg Einarsdóttir (Velli) á Vilborg S. Einarsdóttir (Velli))
Fara í flakk Fara í leit
Vilborg Sigríður Einarsdóttir.

Vilborg Sigríður Einarsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, saumakona fæddist 21. nóvember 1921 á Þórarinsstaðaeyrum þar og lést 18. janúar 2005 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Einar Sigfinnur Guðjónsson sjómaður, kaupmaður í Sjávarborg á Seyðisfirði, síðar í Reykjavík, f. 22. október 1901 á Borgarfirði eystra, d. 2. ágúst 1991 og kona hans, (skildu), Anna Bekk Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1903, d. 17. janúar 1994.
Fósturforeldrar Vilborgar voru Guðmundur Bekk Einarsson þurrabúðarmaður á Seyðisfirði, f. 22. júní 1880, d. 26. september 1967, og kona hans Vilborg Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, móðurmóðir Vilborgar, f. 23. maí 1880, d. 20. febrúar 1953.

Vilborg var með foreldrum sínum til ársins 1925, fósturbarn á Gullsteinseyri í Seyðisfirði hjá Guðmundi B. Einarssyni og Vilborgu S. Jónsdóttur 1927 og enn 1936, skráð vinnukona þar 1939.
Hún fluttist til Eyja og þau Einar giftu sig 1941, eignuðust fimm börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu í Birtingarholti, þá í Drífanda. Þau keyptu Völl við Kirkjuveg 1943 og áttu hann til 1952, er Útvegsbankinn keypti húsið til flutnings fyrir nýbyggingu sína. Í staðinn keyptu hjónin Fífilgötu 2 af bankanum. Þar bjuggu þau til ársins 1964, er þau fluttu úr bænum. Þau eignuðust hluta af Digranesvegi 36 í Kópavogi og bjuggu þar meðan bæði lifðu.
Vilborg lést 2005 og Einar 2019 á Hrafnistu í Hafnarfirði.

I. Maður Vilborgar, (3. maí 1943), var Einar Runólfsson, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. desember 1918 í Garðhúsum á Seyðisfirði, d. 10. mars 2019 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Börn þeirra:
1. Andvana drengur, f. 14. desember 1941 í Birtingarholti.
2. Atli Einarsson bankastarfsmaður, sjómaður, trésmiður, f. 21. janúar 1943 í Drífanda. Kona hans Rut Óskarsdóttir.
3. Eygló Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Sjúkrahússins, f. 28. febrúar 1944 í Drífanda. Maður hennar Hreinn Smári Guðsteinsson.
4. Hlöðver Einarsson sjómaður, yfirvélstjóri, f. 11. nóvember 1945 á Velli, d. 25. desember 1986, fórst með Suðurlandinu. Kona hans Kristín Káradóttir.
5. Friðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, vinnur hjá verkalýðssambandinu í Svíþjóð, f. 14. júní 1956. Maður hennar Magnús Geir Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.