Vilborg Guðmundsdóttir (Gjábakka)

From Heimaslóð
Revision as of 21:08, 15 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Vilborg Guðmundsdóttir vinnukona fæddist 8. september 1834 í Steinasókn u. Eyjafjöllum og lést 26. júní 1887.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Hávarðsson, f. 1810, d. 28. maí 1860, og barnsmóðir hans Halldóra Guðmundsdóttir vinnukona, f. 1793, d. 16. maí 1863.

Vilborg var með föður sínum og fósturmóður á Gjábakka 1840, fósturbarn á Löndum 1845, 16 ára vinnukona á Oddsstöðum 1850, ógift í Hallberuhúsi 1860, sjálfrar sín í Háagarði 1870.
Alnafna hennar, f. í Steinasókn, var ógift vinnukona í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð 1880.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.