Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir.

Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir frá Múla fæddist 7. desember 1950 í Gefjun við Strandveg 42 og lést 13. júlí 2023 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, hafnarstjóri, yfirverkstjóri, f. 17. desember 1912 á Múla, d. 2. júní 1996, og kona hans Svea María Normann húsfreyja, f. 23. nóvember 1917 á Ísafirði, d. 26. júní 1994 í Eyjum.

Börn Sveu og Bergsteins:
1. Kjartan Þór Bergsteinsson, f. 15. september 1938 á Múla. Fyrri kona hans Ingibjörg Jóhanna Andersen. Síðari kona hans er Arndís Egilson.
2. Margrét Halla Bergsteinsdóttir, f. 9. október 1941 á Múla, d. 22. september 2012. Maður hennar var Sigurgeir Lindberg Sigurjónsson.
3. Stúlka, f. 28. ágúst 1945 í Litlabæ, d. 29. ágúst 1945.
4. Jónas Kristinn Bergsteinsson, f. 24. ágúst 1948 í Litlabæ. Kona hans er Þórhildur Óskarsdóttir.
5. Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir, f. 7. desember 1950 í Gefjun, ógift.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Kjartans sonar þeirra og Ingibjargar Andersen:
6. Kristín Kjartansdóttir, f. 23. október 1957 að Hásteinsvegi 27. Fyrrum maður hennar Guðmundur Elmar Guðmundsson.

Vilborg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Múla 1972.
Hún fluttist úr bænum við Gos, bjó hjá foreldrum sínum á Reynigrund 51 1986, síðar Jörfabakka 32.
Hún var starfsmaður á skrifstofu Herjólfs, vann síðar hjá Eimskipum og á skrifstofu Símans í Reykjavík.
Vilborg var ógift og barnlaus.
Hún lést 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.