Viktor Þór Úraníusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Viktor Þór Úraníusson.

Viktor Þór Úraníusson frá Ólafshúsum, húsasmiður fæddist 27. janúar 1942 á Bjarmalandi að Flötum 10 og lést 27. ágúst 2020 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Úraníus Guðmundsson vélstjóri, f. 28. desember 1914 í Reykjavík, d. 17. júní 1968, og kona hans Jórunn Lilja Magnúsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febrúar 2008.
Fósturforeldrar Viktors Þórs frá átta mánaða aldri voru Erlendur Oddgeir Jónsson vélstjóri, bóndi í Ólafshúsum, f. 9. október 1908, d. 23. febrúar 1984, og kona hans Ólafía Bjarnadóttir frá Túni, húsfreyja, f. 3. desember 1909, d. 1. júní 1994.

Börn Lilju og Úraníusar:
1. Viktor Þór Úraníusson, trésmiður í Eyjum og á Reykjalundi, f. 27. janúar 1942 á Bjarmalandi, Flötum 10, d. 27. ágúst 2020.
2. Pálína Úranusdóttir fiskiðnaðarkona, starfskona í Hraunbúðum, f. 5. september 1950 í Reykjavík.
3. Gylfi Þór Úranusson vélstjóri, f. 10. nóvember 1953 á Bessastíg 8, d. 30. september 2012.
4. Jón Trausti Úranusson, vinnuvélastjóri, f. 9. júní 1952 á Sjúkrahúsinu, dó af slysförum í hlíðum Eldfells 28. júní 1993.
5. Skúli Úranusson, bifreiðastjóri, f. 23. maí 1956 á Bessastíg 8, d. 10. maí 2022.
6. Oddgeir Magnús Úranusson, sjómaður, vinnuvélastjóri, f. 30. október 1958 á Sjúkrahúsinu.
Barn Ólafíu og Erlendar:
1. Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1932.
Fósturbarn þeirra frá átta mánaða aldri var
2. Viktor Þór Úraníusson trésmiður, f. 27. janúar 1942, d. 27. ágúst 2020.

Viktor ólst upp í Ólafshúsum.
Hann nam húsasmíði hjá Smið hf., lauk Iðnskólanum, vann síðan hjá Smið utan vertíðar, en stundaði sjómennsku á vertíðum.
Eftir flutning til Mosfellsbæjar vann hann við smíðar og varð síðar húsvörður á Reykjalundi.
Þau Hulda giftu sig 1966, eignuðust eitt barn saman og ólu upp barn Huldu. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 9, fluttu á Nýjabæjarbraut 7 1968, en fluttust úr Eyjum við Gos 1973. Viktor var í Eyjum á Gosárinu, sjómaður á Halkion VE, en Hulda var í Kópavogi. Þau bjuggu síðan í Mosfellsbæ, í fyrstu í Viðlagasjóðshúsi að Arnartanga 57 í eitt ár, þá keyptu þau húsið að Arnartanga 76 og bjuggu þar 1974-2001. Þá bjuggu þau í Klapparhlíð 18, en síðustu tvö og hálft ár leigðu þau í íbúð fyrir aldraða á Eirhamri .
Viktor Þór lést 2020. Hulda býr á Eirhamri.

I. Kona Viktors Þórs, (28. maí 1966), er Hulda Jensdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1938. Foreldrar hennar voru Jens Pétur Sveinsson skósmiður, f. 17. október 1905, d. 13. apríl 1974, og kona hans Jóna Laufey Líndal Björnsdóttir, f. 22. október 1909, d. 21. júní 1979.
Barn þeirra:
1. Viktor Björn Viktorsson rafvirki, starfsmaður Atlanta flugfélagsins, f. 23. nóvember 1967. Kona hans Erla Edvardsdóttir.
Barn Huldu og fósturbarn Viktors Þórs:
2. Jóna Laufey Jóhannsdóttir húsfreyja, matráður, f. 28. maí 1960. Maður hennar Ingvar Hreinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.