Vignir Sigurðsson (Helli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. janúar 2020 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. janúar 2020 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: 200px|thumb|''Guðmundur Vignir Sigurðsson. '''Guðmundur ''Vignir'' Sigurðsson''' frá Helli, vélstjóri fæddist þar 2...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Vignir Sigurðsson.

Guðmundur Vignir Sigurðsson frá Helli, vélstjóri fæddist þar 20. desember 1933 og lést 5. nóvember 1978.
Foreldrar hans voru Sigurðar Gíslason verkamaður, síðar múrarameistari, f. 8. júní 1885 í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, d. 6. júní 1951, og kona hans Oktavía Guðný Guðmundsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 5. október 1893, d. 22. október 1980.

Börn Oktavíu og Sigurðar voru:
1. Andvana stúlka, f. 16. ágúst 1921 í Hraungerði.
2. Elsa Dóróthea Sigurðardóttir á Húsavík, f. 4. nóvember 1922, d. 7. júní 1997.
3. Oddný Guðrún Sigurðardóttir í Hafnarfirði , f. 28. ágúst 1927, d. 26. febrúar 1997.
4. Guðmundur Vignir Sigurðsson í Eyjum, f. 20. desember 1933, d. 5. nóvember 1978.

Vignir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf snemma sjómennsku, lauk prófi á mótornámskeiði Fiskifélagsins hér í Eyjum og var vélstjóri til sjós og síðan í landi.
Þau Sandra bjuggu í Hafnarfirði á Gosárinu, en heimkominn vann Vignir hjá Eyjabergi.
Þau Sandra giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Franska spítalanum við Kirkjuveg 20 í byrjun, í London við giftingu og við Gos 1973. Eftir Gos bjuggu þau um skeið á Sóleyjargötu 9, en fluttu 1976 á Dverghamar 41.
Guðmundur Vignir lést 1978.

I. Kona Guðmundar Vignis, (31. desember 1959), er Sandra Kolbrún Ísleifsdóttir húsfreyja, verkakona, verkstjóri, f. 30. ágúst 1937 á Hásteinsvegi 5.
Börn þeirra:
1. Ísleifur Arnar Vignisson starfsmaður Vinnslustöðvarinnar, f. 31. janúar 1954. Kona hans Hulda Ástvaldsdóttir.
2. Sigurður Vignir Vignisson vélstjóri, f. 13. desember 1954. Kona hans Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir.
3. Aníta Sif Vignisdóttir snyrtifræðingur, f. 14. október 1961 í London. Maður hennar Þórður Svansson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.