Vigdís Sigurðardóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Vigdís Sigurðardóttir vinnukona í Draumbæ fæddist 1796 u. Eyjafjöllum og lést 9. júní 1845 á Búastöðum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson bóndi á Rauðafelli, f. 1743, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 1758.

Vigdís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var vinnukona á Raufarfelli u. Eyjafjöllum 1816, var í Hólakoti þar 1830 og fór þaðan að Pétursey í Mýrdal, vinnukona þar til 1832, á Norðurhvoli þar 1832-1833, á Miðhvoli þar 1833-1835.
Hún kom að Draumbæ 1836 með Kristínu dóttur sína, f. 1832 í Mýrdal, var vinnukona þar til 1841, bústýra þar 1842, bústýra í Ólafshúsum 1843, vinnukona í Hjalli 1844.
Vigdís lést 1845, niðursetningur á Búastöðum.

I. Barnsfaðir Vigdísar var Jón Hallvarðsson, þá vinnumaður í Pétursey, f. 1778, d. 13. apríl 1853.
Barn þeirra var
1. Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum og á Miðhúsum, f. 2. september 1832, d. 21. desember 1903.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.