Vigdís Björnsdóttir (Hjallanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2016 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2016 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vigdís Björnsdóttir frá Hjallanesi á Landi, húsfreyja, ljósmóðir í Spanish Fork fæddist 27. apríl 1824 og lést 2. desmber 1913.
Foreldrar hennar voru Björn Gíslason bóndi, f. 1790 í Syðstu-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 31. október 1858, og kona hans Hildur Filippusdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1791, d. 8. september 1855.

Vigdís var ein tíu barna hjá foreldrum sínum í Hjallanesi 1835, léttastúlka hjá Sigurði föðurbróður sínum í Lunansholti á Landi 1840, vinnukona hjá Önnu systur sinni á Skammbeinsstöðum þar 1845, í Ási í Ásahreppi 1850, á Efri-Rauðalæk í Holtahreppi 1855, en kom að Fredensbolig á sama ári og var þar vinnukona í lok árs.
Hún var vinnukona hjá Lofti og Guðrúnu í Þorlaugargerði 1856.
Vigdís var meðal þeirra fyrstu, sem tóku trú mormóna í Eyjum og fluttist til Utah með Lofti og fjölskyldu hans og fleiri 1857.
Samkv. The Icelanders of Utah var hún send á ungum aldri til Danmerkur til að læra fæðingafræði og læknisfræði, ,,to study obstetrics and medicine‘‘, en þess sjást ekki merki á leið hennar. Hún vann ljósmóðurstörf og lækningar í Spanish Fork um langt skeið.
Vigdís giftist breskum ekkjumanni William Holt og fóstraði 3 syni hans.

Maður Vigdísar var William Holt.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allred.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.