Vigdís Ólafsdóttir (Bjargi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vigdís Ólafsdóttir frá Bjargi, húsfreyja á Seyðisfirði fæddist 19. janúar 1906 og lést 10. júli 1990.
Foreldrar hennar voru Ólafur Diðrik Ólafsson sjómaður, f. 4. ágúst 1865 í Litlakoti, síðar nefnt Veggur, drukknaði 9. apríl 1913, og kona hans María Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1870 í Borg á Kjalarnesi, d. 21. ágúst 1951.

Börn Maríu Guðrúnar og Ólafs Diðriks:
1. Andvana stúlka, f. 6. júní 1903.
2. Vigdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1906, d. 10. júlí 1990.
3. Magnea Veróníka Ólafsdóttir, f. 7. febrúar 1908, d. 10. apríl 1996.
4. Steinunn Margrét Ólafsdóttir, f. 5. september 1909, d. 3. janúar 1988.

Vigdís var með foreldrum sínum í frumbernsku, á Bjargi 1910, en faðir hennar drukknaði, er hún var sjö ára.
Hún var með móður sinni á Bjargi 1920, eignaðist Ólaf Marel þar 1925, var þar hjá móður sinni með barnið 1930, en fluttist til Seyðisfjarðar um 1932.
Þau Ólafur eignuðust fimm börn.
Þau bjuggu í fyrstu á Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfirði, síðar á Baugsvegi 1 þar, en síðast dvöldu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Ólafur Oddur lést 1978 og Vigdís 1990.

I. Maður Vigdísar, (1932), var Ólafur Oddur Guðjónsson frá Breiðavík í Loðmundarfirði, sjómaður, bátsformaður, f. 28. júní 1897 á Arnarstöðum í Loðmundarfirði, d. 10. júlí 1978. Foreldrar hans voru Guðjón Gíslason frá Ekkjufellsseli í N-Múl., bóndi, f. 1856, d. 13. ágúst 1904, og kona hans Jórunn Björnsdóttir frá Ásunnarstöðum í Breiðdal, húsfreyja, f. 31. október 1859, d. 1. nóvember 1918.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Marel Ólafsson íþróttakennari, útgerðarmaður, f. 30. apríl 1925 á Bjargi, d. 4. janúar 2009.
2. Jórunn Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Símans, f. 24. október 1935, d. 26. október 1973. Maður hennar var Sveinn Finnbogason
3. Laufey Alda Ólafsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 10. nóvember 1938. Maður hennar er Stefán Borgar Þorvarðarson.
4. Magnús Ver Ólafsson sjómaður, f. 28. október 1941, d. 27. desember 1962, ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.