Við höldum þjóðhátíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þjóðhátíðarlag
1972 1973 1974

Þetta lag var samið í hádeginu á föstudegi þjóðhátíðar 1973, sem stóð þá aðeins í einn dag, á Breiðabakka, vegna þess að hreinsunarframkvæmdir stóðu yfir víðast hvar á Heimaey. Árni Johnsen samdi þá bæði lag og texta, enda hefði það þótt mjög óviðeigandi ef að ekkert þjóðhátíðarlag hefði verið þetta merka ár. Lagið hefur að geyma uppgjör við gosið og segir frá því að þrátt fyrir hamfarir þá munu Eyjamenn lifa áfram, bjartsýnir og með bros í vör.

Við höldum þjóðhátíð, þrátt fyrir böl og stríð,
við höldum þjóðhátíð í dag.
Við gleymum öskuhríð, gerumst ljúf og blíð,
við syngjum saman lítið lag.
Allt okkar líf er þessum eyjum bundið
áfram við höldum með lífstíðarsundið,
svo glöð og kát.
Á Breiðabakkanum í bratta slakkanum,
brann eldur næturstund.
Þau áttu von og trú og urðu herra og frú,
þau áttu bjarta og hressa lund.
Lag og texti: Árni Johnsen