Vestmannaeyjar, stutt lýsing.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2014 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2014 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bærinn og Kletturinn. Vestmannaeyjar.

Vestmannaeyjar liggja um 10 km suður undan Landeyjasandi. Eyjaþyrpingin samanstendur af 14 eyjum og auk þeirra eru um 30 drangar og sker. Eyjarnar eru sæbrattar og víðast hvar þaktar graslendi. Af þeim er Heimaey lang stærst eða um 13.3 km2 og hún er sú eina sem er í byggð. Helstu og stærstu eyjarnar í kringum Heimaey eru Elliðaey og Bjarnarey norðaustur af Heimaey og til suðvesturs Suðurey, Álsey, Brandur, Hellisey og Surtsey.

Eyjarnar eru ungar á jarðsögulegan mælikvarða og hafa allar myndast í eldgosum, þær elstu fyrir u.þ.b. 12 þúsund árum. Margar hverjar eru gíglaga og á sumum eru gjallgígar. Vestmannaeyjar eru á umfangs-miklu eldgosasvæði sem er um 38 km langt og 30 km breitt með 70-80 eldstöðvum eða leifum þeirra. Yngsta eyjan er ung á alla mælikvarða, jarðsögulega og sögulega. Surtsey heitir hún og myndaðist árið 1963. Vísindamenn duttu í lukkupottinn þegar Surtsey myndaðist, þar sem að einstakt tækifæri gafst til að rannsaka hvernig líf hefst á svo framandi stöðum.

Hér til hægri er flýtistika þar sem hægt er að flakka á milli eyjanna að vild.


Vestmannaeyjar