Valhöll

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Valhöll

Valhöll við Strandveg var byggt árið 1911 af Ágústi Gíslasyni, í kálgarðinum við Landlyst. Valhöll er eitt fyrsta steinsteypta húsið sem var byggt í Eyjum. Nafn Valhallar mjög líklega komið úr goðafræðinni eða sótt til Þingvalla. Valhöll var í eigu Þorsteins Eyjajarls, og á þeim tíma stóð það alveg við fjöruborðið, sem náði þá að þeim stað þar sem bensíndælurnar eru við verslunina Klett í dag. Auk þess að vera íbúðarhúsnæði hefur afgreiðsla loftleiða, Skrifstofur Ísfélagsins og síðar Fiskiðjunnar. Einnig hefur húsnæðið verið notað undir kosningaskrifstofur. Var Pétur Eggerts með skrifstofu í húsinu en nú er þar til húsa Heildversluna G-Stefánssonar.

Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, I. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1982.
  • Strandvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.