Valgerður Ólafsdóttir (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. ágúst 2015 kl. 19:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. ágúst 2015 kl. 19:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Ólafsdóttir húsfreyja í Litla-Rimakoti í Þykkvabæ, síðar í dvöl hjá Sigurði syni sínum í Brekkuhúsi, fæddist 10. júlí 1804 og lést 1. febrúar 1887.
Faðir hennar var Ólafur bóndi í Seli í Holtum, f. 24. apríl 1769, d. 14. nóvember 1827, Jónsson bónda á Ægissíðu í Holtum, f. 1731, á lífi 1769, Þorsteinssonar bónda á Víkingslæk á Rangárvöllum, f. 1693, d. 26. júlí 1753, Arnþórssonar, og konu Þorsteins, Þorgerðar húsfreyju, f. (1705), d. í apríl 1758, Loftsdóttur.
Móðir Ólafs og kona Jóns á Ægissíðu var Guðrún húsfreyja, f. um 1742, Brandsdóttir bónda á Felli í Mýrdal og Rimhúsum u. Eyjafjöllum, f. 1716 á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, d. 1788, Bjarnasonar, og konu Brands, Ragnhildar húsfreyju, f. 1718, Sigvaldadóttur.

Móðir Valgerðar í Brekkuhúsi og kona Ólafs bónda í Seli var Ingveldur húsfreyja, f. 1779 á Helli í Oddasókn, d. 27. október 1867, Ísleifsdóttir bónda á Ásmundarstöðum í Holtum, f. 1756, d. 2. ágúst 1839, Hafliðasonar „ríka“ bónda á Syðsta-Bakka í Þykkvabæ, f. 20. október 1721, d. 17. nóvember 1791, Þórðarsonar, og konu Hafliða „ríka“, Ólafar húsfreyju Ólafsdóttur.
Móðir Ólafs í Seli og fyrri kona Ísleifs á Ásmundarstöðum var Halldóra húsfreyja, f. 1742, d. 31. desember 1814, Einarsdóttir.

Valgerður var 12 ára hjá foreldrum sínum í Seli í Holtum 1816, 31 árs ógift vinnukona á Krossi í A-Landeyjum 1835, ásamt Ögmundi vinnumanni og barnsföður. Þau unnu fyrir börnum sínum þar, Ólafi 3 ára og Sigurði 1 árs. Þau voru gift vinnuhjú á Snotru í Háfssókn 1840 með Ögmund og Sigurð hjá sér.
Við manntal 1845 voru þau húsmannshjón í Litla-Rimakoti í Háfssókn með börnin Sigurð, Guðmund og Ólaf 2 ára. Ólafur, sem var með þeim 3 ára 1835 er ekki talinn. Hann lést 1839.
Á árinu 1850 voru þau orðin bændahjón í Stöðlakoti í Holtum með drengina þrjá hjá sér.
Við manntal 1860 voru þau Ögmundur foreldrar Sigurðar, bóndans á Bryggjum í A-Landeyjum. Þannig voru þau einnig 1870.
Hún var ekkja hjá Sigurði syni sínum og Sigríði Magnúsdóttur í Brekkuhúsi 1880 og lést 1887.

Maður Valgerðar var Ögmundur Guðmundsson bóndi í Litla-Rimakoti í Þykkvabæ í Holtum, f. 10. maí 1806, d. 15. febrúar 1876.
Börn Valgerðar og Ögmundar hér skráð:
1. Ólafur Ögmundsson, f. 10. ágúst 1831, d. 30. ágúst 1832.
2. Ólafur Ögmundsson, f. 13. október 1832, d. 29. september 1839.
3. Ólafur Ögmundsson, f. 12. október 1844, d. 8. mars 1939, bóndi á Skíðbakka og víðar í A-Landeyjum.
4. Sigurður Ögmundsson bóndi á Bryggjum og síðar í Brekkuhúsi, f. 28. mars 1834, fluttist til Vesturheims 1905.
5. Guðmundur Ögmundsson vitavörður og járnsmiður í Batavíu, f. 13. maí 1842, d. 19. nóvember 1914.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns, p.2890.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.