Valgerður Eiríksdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 16:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 16:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja á Vesturhúsum fæddist 23. október 1856 og lést 25. júní 1918.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Eiríksson tómthúsmaður í Helgahjalli, síðar bóndi á Vesturhúsum, skírður 3. mars 1827, d. 1882 og kona hans Katrín Eyjólfsdóttir húsfreyja í Helgahjalli og síðar á Vesturhúsum, f. 28. júní 1834, d. 2. apríl 1915.

Valgerður var í foreldrahúsum í Helgahjalli 1860, á Vesturhúsum 1870. Hún var húsfreyja á Vesturhúsum 1890 með Eyjólfi manni sínum, syni þeirra Eiríki og móður sinni, ekkjunni Katrínu Eyjólfsdóttur. 1901 er hún húsfreyja á Vesturhúsum með Eyjólfi manni sínum, þrem börnum sínum, Eiríki, Eyjólfi og Jóni, en 1910 er hún þar búandi ekkja með þrem börnum sínum og móður sinni. Eiríkur er horfinn, en Magnúsína er komin.

Maður Valgerðar (1888) var Eyjólfur Jónsson bóndi, f. 18. ágúst 1862, d. 1906.


Börn Valgerðar og Eyjólfs voru:
1. Katrín Eyjólfsdóttir, f. 7. mars 1887, d. 13. mars 1887.
2. Eiríkur, f. 18. apríl 1888. Hann týndist í Ameríku.
3. Magnúsína, f. 16. september 1892, d. 9. febrúar 1968. Hún var gift Einari skipstjóra á varðskipinu ,,Ægi“. Þau skildu.
4. Jón Eyjólfsson, f. 25. apríl 1895, d. 1. maí 1895.
5. Eyjólfur, f. 29. júní 1896, d. 9. maí 1933. Hann var í Hafnarfirði. Kvæntur.
6. Jón Vestmann, f. 26. mars 1898. Hann lést 11. maí 1911, hinn mesti mannsefnispiltur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.