Valgerður Sverrisdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. ágúst 2015 kl. 12:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. ágúst 2015 kl. 12:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Valgerður Sverrisdóttir''' vinnukona fæddist 8. mars 1831 í Heiðarseli á Síðu og lést 14. september 1887 á Keldunúpi þar. <br> Foreldrar hennar voru [[Sverrir Guðmunds...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Sverrisdóttir vinnukona fæddist 8. mars 1831 í Heiðarseli á Síðu og lést 14. september 1887 á Keldunúpi þar.
Foreldrar hennar voru Sverrir Guðmundsson bóndi, síðar vinnumaður á Vilborgarstöðum, f. 17. nóvember 1808 í Prestbakkakoti á Síðu, d. 23. mars 1848 á Vilborgarstöðum, og kona hans Guðríður Guðnadóttir húsfreyja, vinnukona, f. 9. mars 1799 í Breiðabólstaðarsókn, d. 12. júlí 1864 á Löndum.

Systkini Valgerðar voru m.a. :
1. Margrét Sverrisdóttir vinnukona, f. 6. maí 1832 í Heiðarseli, á lífi 1870.
2. Jón Sverrisson bóndi í Túni, f. 19. júní 1833, d. 10. maí 1859.
Hálfbróðir þeirra, samfeðra, var
3. Benjamín Sverrisson bóndi á Hofi í Ölfusi, f. 18. nóvember 1828 í Nýjabæ í Landbroti, d. 21. júní 1874.

Valgerður var með foreldrum sínum í Heiðarseli á Síðu til 1838, ómagi þar 1838-1839, í Eystri-Tungu í Landbroti 1839-1840, í Ásgarði þar 1840-1841, í Eystri-Tungu 1841-1842, í Arnardrangi þar 1842-1844, í Ásgarði 1844-1849.
Hún var vinnukona í Þykkvabæ í Landbroti 1849-1850, á Uppsölum þar 1850-1858, í Heiðarseli 1858-1862. Þá fór hún að Lambafelli u. Eyjafjöllum.
Valgerður fluttist frá Eyvindarhólasókn að Vilborgarstöðum 1865, var vinnukona þar hjá Guðfinnu Austmann og Árna Einarssyni 1865-1868, í Vanangri hjá Önnu Valgerði Benediktsdóttur ljósmóður og Stefáni Austmann 1869, í Dölum hjá Ólöfu Ólafsdóttur og Jóni Jónssyni 1870.
Hún fluttist frá Dölum 1871, var niðursetningur á Prestbakka á Síðu 1880.
Valgerður lést 1887 á Keldunúpi á Síðu.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.