Valgerður Kristjánsdóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Valgerður Kristjánsdóttir vinnukona á Miðhúsum fæddist 9. júlí 1800 í Tungu í Fljótshlíð og lést 30. júlí 1843.
Foreldrar hennar voru Kristján Hansson bóndi í Tungu, f. 1768, d. 25. ágúst 1825, og kona hans Sæunn Snorradóttir húsfreyja, f. 1767, d. 9. september 1830.

Valgerður var með foreldrum sínum í bernsku, var vinnukona í Króki í Útskálasókn á Reykjanesi 1816, í Litlu-Tungu í Holtum 1835, á Torfastöðum í Fljótshlíð 1840.
Hún fluttist að Miðhúsum 1842 og var þar vinnukona við andlát 1843.

I. Barnsfaðir hennar var Einar Þorleifsson bóndi í Vorsabæ í A.-Landeyjum og á Strandhöfða í V.-Landeyjum, f. 18. júlí 1797 í Ey í Breiðabólsstaðarsókn, d. 20. febrúar 1880.
Barn þeirra:
1. Þorbjörg Einarsdóttir vinnukona í Ívarshúsum í Garði, Gull, húsfreyja í Reykjavík, f. 22. desember 1819 í Voðmúlastaðasókn í Landeyjum, d. 20. mars 1894. Barnsfaðir hennar Þorgils Jónsson bóndi á Álfhólum í V.-Landeyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.