Valgerður Hallsdóttir (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Valgerður Hallsdóttir frá Presthúsum fæddist 20. febrúar 1793 og lést 22. júní 1863.
Foreldrar hennar voru Hallur Eiríksson bóndi í Presthúsum, f. 1762, 19. mars 1804, og kona hans Snjófríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1752.
Valgerður lifði ein 6 barna foreldra sinna.
Hún var með foreldrum sínum í Presthúsum 1801, vinnukona á Vilborgarstöðum 1816, bústýra Ólafs Erlendssonar við giftingu í Elínarhúsi 1827, húsfreyja þar 1828.
Hún kom 42 ára ekkja úr Holtasókn 1835, var 42 ára ekkja og vinnukona á Búastöðum 1835, 47 ára ekkja og vinnukona á Fögruvöllum 1840, 53 ára vinnukona í Hólmfríðarhjalli 1845, 58 ára niðursetningur í Presthúsum 1850 og í Nöjsomhed 1855, 64 ára niðursetningur í Godthaab 1857, 71 árs niðursetningur á Búastöðum við andlát 1863.

I. Maður hennar, (18. janúar 1827), var Ólafur Erlendsson, tómthúsmaður frá Finnshúsum í Fljótshlíð, f. 20. september 1799, d. 27. október 1833.
Börn finnast ekki í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.