Valgerður Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valgerður Andersen.

Valgerður Andersen frá Sólbakka, húsfreyja, sjókona, matsveinn, þerna, fiskiðnaðarkona fæddist þar 9. desember 1944 og lést 3. júlí 2013.
Foreldrar hennar voru Pétur Andersen vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. mars 1887, d. 6. apríl 1955, og síðari kona hans Magnea Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1911, d. 31. desember 1992.

Börn Péturs af fyrra hjónabandi:
1. Valgerði Ólafía Eva, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.
2. Willum Jörgen, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988.
3. Knud Kristján, f. 23. mars 1913, d. 13. desember 2000.
4. Njáll, f. 24. júní 1914, d. 27. október 1999.
5. Emil Marteinn, f. 31. júlí 1917, d. 17. mars 1995.
6. Guðrún Svanlaug Andersen, f. 2. mars 1921, d. 25. september 2009.

Börn Magneu Jónsdóttur og Péturs:
1. Jóhann Júlíus Andersen, síðar á Seltjarnarnesi og í Keflavík, f. 14. nóvember 1938 á Sólbakka.
2. Drengur, f. 1. mars 1942 á Sólbakka, d. 21. maí 1942.
3. Valgerður Andersen húsfreyja, matsveinn, þerna, fiskiðnaðarkona, f. 9. desember 1944 á Sólbakka, d. 3. júlí 2013.

Valgerður var með foreldrum sínum fyrst tíu ár sín, en þá lést faðir hennar.
Hún vann við fiskiðnað, var matsveinn til sjós, þerna.
Hún bjó fráskilin í Höfðahúsi við Vesturvegi 8 við Gos 1973.
Hún bjó með Sigurgeiri skamma stund. Þau voru barnlaus. Hann lést 1973.
Hún bjó síðan með Gunnari. Þau áttu ekki börn. Þau bjuggu á Kiðjabergi við Hásteinsveg 6.
Gunnar lést í janúar 2013 og Valgerður í júlí 2013.


I. Sambúðarmaður Valgerðar, (skildu), var Sigurgeir Örn Sigurgeirsson úr Reykjavík, f. 13. febrúar 1943, d. 30. mars 1973. Þau voru barnlaus.

II. Maður Valgerðar, (1979), var Gunnar Kristinsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 10. janúar 1939 í Reykjavík, d. 11. janúar 2013.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 23. júlí 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.