Valdimar Tómasson (Litlu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Valdimar Tómasson.

Valdimar Tómasson á Litlu-Grund, málari, bifreiðastjóri fæddist 23. febrúar 1904 á Barkarstöðum í Fljótshlíð og lést 15. ágúst 1992.
Foreldrar hans voru Tómas Þórðarson sjómaður, útgerðarmaður á Eyrarbakka, f. 10. desember 1874, d. 4. febrúar 1919, og Gíslína Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1884, d. 1. júlí 1959.

Valdimar var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Barkarstöðum að Sandvík í Eyrarbakkahreppi 1906, var með þeim þar 1910. Faðir hans lést 1919 og Valdimar var með móður sinni og systkinum í Sandvík 1920.
Hann fluttist frá Eyrarbakka til Eyja 1923, verkamaður, bjó á Seljalandi, Hásteinsvegi 10 1926.
Hann eignaðist Bryndísi með Guðrúnu 1924.
Hann eignaðist Kristínu Vestmann með Hrefnu á Brekku 1926.
Þau Svanfríður giftu sig 1927, bjuggu á Litlu-Grund, Vesturvegi 24 1928. Þau voru þar 1930 með Báru dóttur Svanfríðar og Rafn Hilmar og Guðrúnu börn hjónanna. Þar fæddust einnig Eygló og Kolbrún.
Valdimar var farinn úr Eyjum fyrir 1940, en feðraði barn, Guðfinnu Jónatans, 1941. Þau Svanfríður skildu og hún leigði á Herjólfsgötu 12 með börnum sínum Báru og Rafni Hilmari 1940.
Valdimar kvæntist Evu Andersen, bjó með henni í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur börn.
Hann var í málaranámi í Eyjum, en lauk ekki formlegu prófi, fékk réttindi með ráðherrabréfi, en stundaði iðnina skamma stund vegna veikinda. Þá gerðist hann bifreiðastjóri í Reykjavík.
Þau Eva létust bæði 1992.

I. Barnsmóðir Valdimars var Guðrún Hansdóttir í Reykjavík, f. 21. júlí 1895 á Þúfu í Landsveit, Rang., d. 15. október 1980 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Bryndís Valdimarsdóttir, f. 22. febrúar 1924 í Reykjavík, d. 16. nóvember 1929.

II. Barnsmóðir Valdimars var Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir frá Brekku, f. 11. apríl 1902, d. 14. desember 1945.
Barn þeirra var
2. Kristín Vestmann Valdimarsdóttir, f. 23. júlí 1926 á Brekku, d. 29. desember 1993.

III. Barnsmóðir Valdimars var Sigríður Jónatansdóttir f. 6. nóvember 1904, d. 16. mars 1994.
Barn þeirra var
3. Guðfinna Jónatans Guðmundsdóttir, f. 29. október 1941.

IV. Kona Valdimars, (13. júní 1927), var Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja úr Flateyjardal í S-Þing., f. 14. júlí 1905, d. 27. ágúst 1951.
Börn þeirra:
4. Rafn Hilmar Eyrbekk Valdimarsson sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1928 á Litlu-Grund, d. 26. október 1962.
5. Guðrún Valdimarsdóttir, f. 19. maí 1930 á Litlu-Grund.
6. Eygló Valdimarsdóttir, f. 16. febrúar 1932 á Litlu-Grund, d. 1938.
7. Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 2. febrúar 1934 á Litlu-Grund.

V. Kona Valdimars var Eva Andersen húsfreyja, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.
Börn þeirra:
8. Jóhanna Andersen Valdimarsdóttir, f. 29. mars 1946.
9. Laufey Valdimarsdóttir, f. 22. júní 1947.
10. Valdimar Ómar Valdimarsson, f. 23. mars 1950.
Barn Evu með Sigurði Pétri Norðfjörð Sigurðssyni verslunarmanni, f. 20. október 1905, d. 24. júlí 1943, og kjörbarn Valdimars:
11. Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 10. september 1940, d. 12. apríl 1954. Hún var ættleidd 1947 af Valdimari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.