Valdimar Sævar Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valdimar Sævar Halldórsson.

Valdimar Sævar Halldórsson skipstjóri fæddist 13. apríl 1944 í Litla-Hvammi á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð og lést 15. febrúar 2014.
Foreldrar hans voru Halldór Valdimarsson sjómaður, bóndi, f. 31. október 1893, d. 5. nóvember 1963, og kona hans Katrín Matthildur Jónína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1907, d. 1. ágúst 1992.

Valdimar var með foreldrum sínum.
Hann varð gagnfræðingur 1962, lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1966.
Valdimar hóf sjómennsku á togurum 1962, varð stýrimaður á ýmsum bátum, að mestu frá 1966-1973. Siðan var hann skipstjóri við Faxaflóa, á mb. Arnþóri GK 125 frá 15. september 1975.
Þau Ingibjörg giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 15A, fluttu til Akraness við Gosið 1973, síðan í Garð á Miðnesi, bjuggu þar við Eyjarholt 3.
Valdimar Sævar lést 2014 og Ingibjörg 2023.

I. Kona Valdimars Sævars, (29. maí 1965), var Ingibjörg Bragadóttir frá Suðurbæ á Kirkjubæ, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 23. janúar 1941, d. 23. janúar 2023.
Börn þeirra eru:
1. Halldór Kristinn Valdimarsson, f. 22. nóvember 1965. Kona hans Jocelyn Doroon.
2. Helga Birna Valdimarsdóttir, f. 5. júní 1967. Maður hennar Halldór Ari Arason.
3. Unnur Katrín Valdimarsdóttir, f. 27. september 1973. Barnsfaðir Reynir Örn Kristinsson.
4. Ingunn Rós Valdimarsdóttir, f. 2. september 1978. Maður hennar Arnmundur Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Morgunblaðið 27. febrúar 2014. Minning.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.