Valdimar Gíslason (múrari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Valdimar Gíslason.

Valdimar Gíslason sjómaður, múrari fæddist 6. júlí 1895 í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi í Árn. og lést 17. júlí 1968 í Keflavík.
Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson bóndi, sjómaður, f. 1840 á Eiríksbakka á Skeiðum, drukknaði á Stokkseyrarsundi 20. mars 1897, og bústýra hans Valgerður Jónsdóttir, f. 6. janúar 1858 á Fossnesi í Gnúpv.hr., d. 31. maí 1949 í Eyjum.

Bróðir Valdimars var
Guðmundur Gíslason afgreiðslumaður, múrari, f. 19. október 1893, d. 14. maí 1972.

Valdimar var með móður sinni og Jónasi Jónssyni sambýlismanni hennar í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi 1901 og 1910.
Þau Helga giftu sig 1918, fluttust til Eyja með Kristínu Guðríði á því ári, eignuðust fjögur börn, bjuggu á Brekku, á Vestmannabraut 72 og á Grímsstöðum, Skólavegi 27.
Valdimar var sjómaður í fyrstu, nam múrverk og fékk iðnbréf 1935. Fjölskyldan fluttist til Sandgerðis á síðari hluta fjórða áratugarins, síðan til Keflavíkur. Þar sat Valdimar í prófnefnd múrara og var formaður nefndarinnar 1949.
Hann var skipaður í freðfiskmatsnefnd 1944, skipaður í fasteignamatsnefnd í Keflavík. Hann var félagi í Iðnaðarmannafélagi Keflavíkur.
Helga lést 1965 og Valdimar 1968.

I. Kona Valdimars, (1918), var Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1894, d. 18. ágúst 1965.
Börn þeirra:
1. Kristín Guðrún Valdimarsdóttir matreiðslukona, f. 22. maí 1915 í Sigtúnum á Selfossi, síðar í Keflavík, d. 11. mars 1983. Maður hennar var Þórður Arnfinnsson, látinn.
2. Jón Arason Valdimarsson vélsmíðameistari, kennari í Keflavík, f. 5. febrúar 1922 á Brekku, d. 30. júní 2009. Kona hans var Guðrún Sigurðardóttir.
3. Gíslína Valdís Valdimarsdóttir, f. 21. febrúar 1928 á Vestmannabraut 72, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. desember 1966. Maður hennar Leslie McKeen.
4. Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 5. desember 1935 á Skólavegi 27, Grímsstöðum, d. 18. október 2007, húsfreyja, símavörður í Reykjavík. Fyrsti maður hennar var Gunnar Albertsson, annar maður hennar var Ólafur M. Jónsson, þriðji maður hennar var Alfreð Hjaltalín.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.