Vélbátaútgerð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. júní 2005 kl. 14:20 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. júní 2005 kl. 14:20 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Vélbátaöldin hófst árið 1906. Árið 1904 var í fyrsta sinn sett vél í bát í Vestmannaeyjum. Hann hlaut nafnið Eros. Sú tilraun uppfyllti ekki væntingar Vestmannaeyinga því að báturinn gekk ekki eins hratt og búist hafði verið og vélin var ógangviss. Ári síðar kom m/b Unnur til Vestmannaeyja og skömmu síðar m/b Knörr. Þessir tveir bátar hófu veiðar á næstu vetrarvertíð og gekk útgerð Unnar mjög vel og var þar með búið að leggja grunn að vélbátaútgerð í Eyjum. Síðan fjölgaði vélbátum afar ört enda var mikill hagnaður af rekstri þeirra.


Tenglar: