Ursula Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. apríl 2021 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. apríl 2021 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Ursula Herta Maria Knoop Magnússon. '''Ursula Herta Maria Knoop Magnússon''' frá Þýskalandi, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddi...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ursula Herta Maria Knoop Magnússon.

Ursula Herta Maria Knoop Magnússon frá Þýskalandi, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 18. febrúar 1921 í Muritz í Þýskalandi, og lést 21. mars 2011.
Foreldrar hennar voru Friedrich Knoop kennari og kona hans Maria Knoop húsfreyja.

Ursula var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði hjúkrun, bjó um skeið í Rostock, en flúði síðar til Hamborgar.
Hún og vinkona hennar sigldu með m.s. Vatnajökli til Vestmannaeyja 1950.
Ursula var ráðin til starfa á Sjúkrahúsinu.
Þau Ívar giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Vöruhúsinu við Skólaveg 1, á Hólmi við Vesturveg 16, í Sólhlíð 21.
Þau fluttu til Keflavíkur 1955 og bjuggu þar til 1988, er þau fluttu í Garð.
Ívar lést 2005 og Ursula 2011.

I. Maður Ursulu, (7. október 1951), var Ívar Magnússon frá Skansinum, verkstjóri, f. 3. október 1923, d. 13. nóvember 1923.
Börn þeirra:
1. Friðrik Örn Ívarsson, f. 12. febrúar 1952. Kona hans Anna Dóróthea Garðarsdóttir.
2. Guðjón Tyrfingur Ívarsson, f. 3. maí 1953. Kona hans Erla Elísdóttir.
3. Magnea Ívarsdóttir, f. 2. maí 1954. Maður hennar Jón Rósmann Ólafsson.
4. Óskar Ívarsson, f. 17. mars 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.