Urðaviti

From Heimaslóð
Revision as of 15:54, 27 June 2005 by Daniel (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Fyrsti vitinn með þessu nafni var byggður á Urðunum, á austurströnd Heimaeyjar árið 1925, en fór undir hraun í gosinu árið 1973. Eftir gos hafa verið byggðir 3 vitar, sá fyrsti sem var byggður fór í sjóinn þegar hraunið brotnaði undan honum, sá næsti var fjarlægður áður en hann hlyti sömu örlög. Sá viti sem nú stendur var byggður árið 1986 og rafvæddur frá upphafi.