Unnur VE-80

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Líkan af báti með danska laginu, líkt fyrstu vélbátarnir voru

Mótorbáturinn Unnur VE-80 kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru. Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél. Fimm voru eigendur að Unni; formaðurinn Þorsteinn Jónsson í Laufási, Geir Guðmundsson Geirlandi, Friðrik Svipmundsson Löndum, Þórarinn Gíslason Lundi og Þorsteinn Jónsson í Jómsborg sem var vélamaður.

Þann 8. apríl árið 1908 bjargaði áhöfnin á Unni franskri skútu úr háska við eyjarnar.

Meðal annarra voru þessir skipverjar á Unni: