Unnur Þorbjörnsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þórný Unnur Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 16. maí 1919 á Vilborgarstöðum og lést 10. október 1990.
Foreldrar hennar voru Þorbjörn Guðjónsson frá Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, bóndi á Kirkjubæ, f. 6. október 1891, d. 23. nóvember 1974, og kona hans Guðleif Helga Þorsteinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja, f. 22. september 1898, d. 28. júlí 1976.

Systkini Unnar:
1. Leifur Þorbjörnsson bókbindari, f. 23. mars 1921, d. 12. apríl 2000.
2. Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri, f. 4. júlí 1923, d. 31. október 1998.
3. Björn Þorbjörnsson húsgagnabólstrari, f. 17. apríl 1929, d. 29. apríl 2014.
4. Ingi Þorbjörnsson verkamaður, bifreiðastjóri, f. 21. janúar 1931, d. 25. ágúst 2018.

Unnur var með foreldrum sínum frá fæðingu, vann við búskap þeirra.
Hún eignaðist Ingibjörgu með Braga Sigjónssyni vélstjóra 1941 og Þorstein með Árna Stefánssyni bifreiðastjóra 1946.
Hún giftist Ingvari Jóhannessyni 1952, bjó með honum í húsi foreldra sinna og þau bjuggu þar í félagi.
Við gosið 1973 hvarf Kirkjubær undir hraun og þau Unnur fluttust í Garðinn á Suðurnesjum.
Hún missti Ingvar 1986.
Unnur lést 1990, var jarðsett að Útskálum.

I. Barnsfaðir Unnar var Bragi Sigjónsson vélstjóri, sjómaður, f. 27. júní 1914, d. 25. september 1985.
Barn þeirra er
1. Ingibjörg Bragadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, verkakona, f. 23. janúar 1941, d. 23. janúar 2023. Maður hennar var Valdimar Sævar Halldórsson skipstjóri, f. 13. apríl 1944, d. 15. febrúar 2014.

II. Barnsfaðir Unnar var Árni Stefánsson bifreiðastjóri frá Ási, f. 11. október 1919, d. 8. mars 1994.
Barn þeirra er
2. Þorsteinn Árnason bifreiðastjóri frá Kirkjubæ, f. 27. júní 1946.

III. Maður Unnar, (17. september 1952), var Ingvar Jóhannesson af Snæfellsnesi, verkamaður og bóndi á Kirkjubæ, f. 14. mars 1922, d. 26. febrúar 1986.
Barn þeirra er
3. Jóhannes Þór Ingvarsson bankamaður, f. 27. október 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.