Una Grímsdóttir (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. ágúst 2015 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. ágúst 2015 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Una Grímsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja í tómthúsi á Kornhól, fæddist 17. apríl 1792 og lést 13. september 1824.
Foreldrar hennar voru Grímur Jónsson bóndi í Miðey í A-Landeyjum, f. 1760 í Oddakoti þar, d. 15. janúar 1855 í Miðey, og kona hans Jódís Þórðardóttir húsfreyja, f. 1759, d. 4. janúar 1834 í Miðey.

Una var systir Gróu Grímsdóttur húsfreyju á Búastöðum, f. 17. júlí 1797, d. 18. júlí 1869.

Þau Oddur giftust 1823. Þau voru húsfólk í Gerði 1823 og í Kornhól 1824. Una lést á því ári „af kæfandi sótt“.

I. Maður Unu, (13. júlí 1823), var Oddur Jónsson, síðar bóndi í Dölum, f. í ágúst 1791, d. 10. október 1836.
Þau Oddur eignuðust ekki börn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.