Tómas Þ. Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. október 2018 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. október 2018 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Tómas Þ. Guðmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Tómas Þórhallur Guðmundsson.

Tómas Þórhallur Guðmundsson rafvirkjameistari í Ólafsvík fæddist 9. júní 1926 á Þorvaldseyri, Vestmannabraut 35 og lést 21. janúar 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Tómasson skipstjóri og útgerðarmaður á Bergstöðum, f. 24. júní 1886 í Gerðum í Landeyjum, d. 12. október 1967, og síðari kona hans Elín Jóhanna Sigurðardóttir, f. 5. júní 1901 á Seyðisfirði, d. 10. október 1978.

Börn Guðmundar og Elínar voru:
1. Óskar Jóhann Guðmundsson sjómaður, vélstjóri í Reykjavík, f. 15. janúar 1924 á Reyni, d. 24. mars 1995.
2. Tómas Þórhallur Guðmundsson rafvirkjameistari í Ólafsvík, f. 9. júní 1926 á Þorvaldseyri, d. 21. janúar 2004.
3. Guðjón Ólafur Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður í Eyjum, f. 1. nóvember 1927 í Landlyst, d. 24. desember 1975.
4. Hjördís Kristín Guðmundsdóttir talsímakona, f. 30. júní 1931 í Landlyst.
5. Sigurður Guðmundsson, f. 5. október 1932 í Landlyst, d. 21. júlí 1937 á Þingvöllum.

Tómas ólst upp með fjölskyldu sinni í Eyjum, en dvaldi af og til ,,í sveit“ hjá föðurforeldrum sínum á Arnarhóli í V-Landeyjum.
Hann lauk vélstjóranámskeiðum í Eyjum, hóf nám í rafvirkjun hjá Tengli í Reykjavík og lauk sveinsprófi við Iðnskólann í Reykjavík vorið 1951 og hlaut meistararéttindi í faginu 17. apríl 1954.
Þau Halldóra eignuðust Unnstein 1950, fluttust til Ólafsvíkur 1952, giftu sig 1954, eignuðust ellefu börn. Þau byggðu hús að Hjarðartúni í Ólafsvík og nefndu Arnarhól. Þar bjuggu þau uns þau fluttu til Reykjavíkur 2003.
Í Ólafsvík varð Tómas rafverktaki fyrstu áratugina og vann að rafvæðingu Ólafsvíkur og nágrannabyggðarlaga og tókst á við rafeindavirkjun, sinnti viðgerðum og viðhaldi á fiskileitartækjum, sjónvörpum og öðrum rafeindabúnaði. Sótti m.a. námskeið í viðgerðum á fiskileitartækjum heima og erlendis.
Tómas lést 2004 og Halldóra 2008.

I. Kona Tómasar, (7. ágúst 1954), var Halldóra Óskarsdóttir húsfreyja frá Hábæ í Þykkvabæ, f. 17. júlí 1931, d. 24. febrúar 2008. Foreldrar hennar voru Óskar Sigurðsson bóndi, f. 13. október 1906 í Hábæ, d. 25. september 1988 á Selfossi, og kona hans Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1907 á Vestri-Reyni á Akranesi, d. 18. desember 1940.
Börn þeirra:
1. Unnsteinn Tómasson rafvirkjameistari, f. 29. janúar 1950. Kona hans er Ingibjörg Kristín Högnadóttir.
2. Guðmundur Tómasson rekstrarhagfræðingur, MBA, f. 5. mars 1953. Kona hans er Hjördís Harðardóttir.
3. Elín Tómasdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1953, d. 3. júní 1991. Maður hennar var Sigurður Ó. Gunnarsson.
4. Ágústa Tómasdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1956. Maður hennar er Tryggvi K. Eiríksson.
5. Óskar Tómasson trésmiður, f. 27. desember 1957.
6. Jökull Tómasson, f. 3. mars 1960, d. 6. nóvember 1965.
7. Sesselja Tómasdóttir myndlistarmaður, Bed.-kennari, f. 15. janúar 1963. Maður hennar er Bárður H. Tryggvason.
8. Þórhildur Tómasdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1965. Hún hefur fætt fjórum mönnum börn fimm börn.
9. Steinunn Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 8. september 1967. Maður hennar er Þröstur Leósson.
10. Goði Tómasson þjónn, f. 8. apríl 1970.
11. Njörður Tómasson, B.A. í sálfræði, MBA, f. 8. apríl 1970. Kona hans er Gunnhildur L. Marteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.