Tryggvi Gunnarsson (Horninu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Tryggvi
Hjónin Tryggvi og Ólafía.

Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson fæddist 29. apríl 1916 í Miðey og lést 22. mars 2001. Hann bjó í Hraunbúðum síðustu ár lífs síns. Foreldrar Tryggva voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari á Eyrarbakka og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir. Tryggvi var þriðji elstur í hópi tólf alsystkina, en auk þeirra voru þrjú eldri hálfsystkini.

Kona Tryggva var Oddný Ólafía Sigurðardóttir, fædd 15.ágúst 1916 í Hlíðarhúsi, d. 7. desember 2003. Þau áttu tvo syni, Sigurð Tryggvason og Gunnar Marel Tryggvason, báðir vélstjórar.

Tryggvi tók hið minna mótorvélstjórapróf árið 1937.
Hann var vélstjóri á Erlingi II. 1937-1945, vélstjóri á togaranum Elliðaey.
Tryggvi var útgerðarmaður og vélstjóri á Erlingi VE-295 frá 1950-1976, vélstjóri Brúarfossi 1976-1978.
Hann kenndi m.a. vélstjórn á vélstjóranámskeiðum Fiskifélags Íslands í Eyjum. Hann vann hjá Fjarhitun Vestmannaeyja seinni hluta starfsævi sinnar, frá 1978-1991.

Tryggvi var einn af stofnendum Vélstjórafélags Vestmannaeyja 1938 og formaður félagsins 1940-1945, og seinna heiðursfélagi félagsins. Hann var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1954-1958 og ritstjóri Eyjablaðsins. Tryggvi var formaður Sósíalistafélags Vestmannaeyja.

Myndir