Trausti Marinósson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Trausti og Sigurður Ingi Jóelsson skipstjóri.

Trausti Marinósson fæddist 18. ágúst 1939 í Vestmannaeyjum. Hann lést 12. júlí árið 2000. Foreldrar Trausta voru Anna Jónsdóttir og Marinó Guðmundsson sjómaður og kaupmaður. Trausti var kvæntur Sjöfn Ólafsdóttur og áttu þau fjóra syni, Birgi, Ómar, Marinó og Ólaf.

Trausti var sjómaður og kaupmaður í verslun föður síns, Húsgagnaverslun Marinós Guðmundssonar, en síðustu árin var hann verkstjóri í Ísfélagi Vestmannaeyja.


Heimildir

  • Morgunblaðið. Minningargreinar um Trausta Marinósson, 28. júní 2000.

Frekari umfjöllun

Trausti Marinósson.

Trausti Marinósson sjómaður, kaupmaður, verkstjóri fæddist 18. ágúst 1939 á Hásteinsvegi 28 og lést 12. júlí 2000.
Foreldrar hans voru Marinó Guðmundsson sjómaður, kaupmaður, f. 21. júní 1912, d. 21. desember 1963, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1909 á Siglufirði, d. 2. ágúst 1983.

Trausti var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði sjómennsku, vann við verslun þeirra feðga, Marinós og hans. Síðast var Trausti verkstjóri hjá Ísfélaginu.
Trausti sat í stjórn Krabbavarnar.
Hann bjó við Brimhólabraut 1 1959.
Þau Sjöfn giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 3, en síðast á Hólagötu 2.
Sjöfn lést 1990.
Trausti bjó við Brimhólabraut 1, síðast á Hásteinsvegi 64.
Hann lést árið 2000.

I. Kona Trausta, (31. desember 1959), var Sjöfn Ólafsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1938, d. 24. júlí 1990.
Börn þeirra:
1. Birgir Traustason, f. 9. júní 1959, d. 4. ágúst 1982.
2. Ómar Traustason, f. 16. desember 1961. Fyrrum kona hans Guðný Svava Gísladóttir.
3. Marinó Traustason, f. 10. maí 1963, d. 20. janúar 2008. Kona hans Lilja Birgisdóttir.
4. Ólafur Traustason, f. 29. október 1964. Kona hans Matthildur Matthíasdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir