Trausti Indriðason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Trausti Indriðason frá Skeiðfossvirkjun í Fljótum, bóndi fæddist 17. febrúar 1935.
Foreldrar hans voru Sigurjón Indriði Guðjónsson vélstjóri, stöðvarstjóri við Skeiðfossvirkjun í Fljótum, síðast í Selfosshreppi, f. 28. maí 1906, d. 4. júní 1983, og kona hans Þóra Árnadóttir frá Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 22. apríl 1907, d. 10. júlí 1958.

Trausti sótti til Eyja á átjanda ári, var þar í vinnu á vertíð.
Þau Elín giftu sig 1956, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Herðubreið við Heimagötu 28, voru bændur í Brekkuhúsi, síðan bændur í Unnarholti í Hrunamannahreppi í 37 ár. Þau búa nú á Flúðum.

I. Kona Trausta, (24. júní 1956), er Elín Sesselja Guðfinnsdóttir frá Herðubreið við Heimagötu 28, húsfreyja, bóndi, f. 1. febrúar 1935.
Börn þeirra:
1. Guðfinnur Traustason rafvirkjameistari, kennari, f. 5. mars 1955. Kona hans Guðrún Margrét Njálsdóttir.
2. Indriði Traustason, býr í Sviss, bifvélavirki, garðyrkjumaður, f. 31. maí 1956. Fyrrum kona hans Birgitte Schmidiger.
3. Guðjón Traustason bóndi í Unnarholti, verkamaður, f. 5. mars 1959. Kona hans Anna May Carlson.
4. Guðmundur Traustason húsasmíðameistari, flugstjóri, f. 24. ágúst 1960. Fyrrum kona hans Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir.
5. Elín Jóna Traustadóttir, íþróttakennari, bóndi í Tungufelli í Hrunamannahreppi og kerfisstjóri við Menntaskólann á Laugarvatni, f. 12. júlí 1971. Maður hennar Svanur Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.