Tildra

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Tildra (Arenaria interpres)

Tildrur eru bæði farfuglar og vetrargestir á Íslandi. Um mánaðamótin apríl- maí koma þær til Íslands frá Bretlandseyjum og frá Máritaníu í Norðvestur-Afríku.

Tildrurnar dvelja á Íslandi á fjörusvæðum í 3-4 vikur og halda þá áfram til varpstöðva á Grænlandi og Norður-Kanada.

Aðalfæða tildra eru ýmiss konar lindýr, gljásilfri, þangdoppa og þarastrútur. Til að ná í æti velta tildrur oft við steinum.

Um 40.000 tildrur fljúga um Ísland. Tildrur eru alfriðaðar.


Heimildir