Thora Augusta Bryde

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Thora Augusta Bryde (einnig nefnd Klara), húsfreyja, kaupmaður, fædd Brandt, fæddist 13. ágúst 1830 í Kaupmannahöfn og lést 9. október 1912.
Foreldrar hennar voru Hans Nielsen Brandt og kona hans Elisabeth Bistrup.

Við Thora var kenndur Þórulundur, skógar- og blómalundur, sem Bryde reisti í Herjólfsdal og kenndi við hana. Sá lundur lifði skamma hríð vegna ágangs sauðfjár, en garðbrotin stóðu lengi eftir.
Eftir dauða Brydes 1910 fékk Thora Augusta leyfi til að sitja í óskiptu búi og rak verslunina ásamt Herluf Ingjald syni sínum. Hún lést 1912 og verslunin varð gjaldþrota og var seld H.P. Duus í Reykjavík, en aðaleigandi þess fyrirtækis var Ólafur Ólafsson kaupmaður í Reykjavík. Hann seldi Kaupfélaginu Fram eignir verslunarinnar 1917. Síðar eignaðist Einar Sigurðsson þær.

I. Maður Thora, (20. mars 1857), var Johan Peter Thorkelin Bryde kaupmaður í Eyjum, f. 10. september 1831 í Eyjum, d. 13. apríl 1910 í Kaupmannahöfn.
Börn þeirra:
1. Niels Brandur Bryde, f. 13. ágúst 1859 í Kaupmannahöfn.
2. Helga Nicoline Bryde, f. 1. júní 1861 í Kaupmannahöfn.
2. Thyra Birgithe, f. um 1864 í Kaupmannahöfn.
3. Herluf Ingjald kaupmaður, togaraeigandi, f. um 1866 í Kaupmannahöfn.
Sonur Péturs Bryde:
4. Hjalmar Thorkild Bryde, f. 1865.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • www.danishfamilysearch.com/cid11441702
  • Google: Familie Johan Peter Thorkelin Bryde / Thora Augusta Brandt (F332 ...


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.