Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2016 kl. 20:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2016 kl. 20:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir (Götu)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði fæddist 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð og lést 10. apríl 1979 í Reykjavík, en jarðsett á Setbergi í Eyrarsveit.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ögmundsson skósmiður á Þingeyri, síðar í Skotlandi, f. 11. janúar 1868, og barnsmóðir hans Engilráð Sveinsdóttir, síðar í Danmörku, f. 1877.

Sveinfríður Ágústa var sveitarbarn á Hólakoti í Dýrafirði 1901, fósturdóttir Eyjólfs Guðmundssonar bónda þar 1910.
Hún bjó með Gunnari Ingiberg og tveim dætrum þeirra á Framnesvegi 39B í Reykjavík 1920.
Þau Gunnar Ingiberg skildu og hún hélt til Eyja 1922 með dætur sínar og fór síðar í sambúð með Pálma hálfbróður Gunnars Ingibergs, eignaðist 3. barn þeirra Gunnars á því ári.
Hún fæddi barnið á Litlu-Grund í maí 1922. Pálmi bjó þá með foreldrum sínum í Götu, 18 ára. 1923 var Sveinfríður leigjandi í Götu með Sigurveigu dóttur sína og Einarínu, en Jónína Eyjólfína finnst ekki næstu árin.
Þau Pálmi bjuggu á Herjólfsgötu 12A 1930 með 3 börn Sveinfríðar og Öldu Særós barn sitt, á Hásteinsvegi 36 1934 með 3 börn Sveinfríðar og 4 börn sín og enn þar 1940 með 5 börn sín og Ágúst Engilbert Blómquist Sveinsson, son Sigurveigar Mundínu. Hann var fæddur 10. janúar 1938, d. 5. janúar 2016, var yfirverkstjóri á Akranesi.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1942, síðar til Grundarfjarðar þar sem Pálmi var skósmiður.

I. Sambýlismaður Sveinfríðar Ágústu var Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður f. 17. apríl 1894 á Mjóafirðir eystra og lést 4. mars 1965 í Reykjavík.
Börn þeirra voru:
1. Sigurveig Mundína Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyjólfína Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.

II. Maður hennar var Pálmi Kristinn Ingimundarson verkamaður, síðar skósmiður, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963.
Börn þeirra:
1. Alda Særós Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík og í Dayton í Ohio-fylki í Bandaríkjunum, f. 25. september 1924, d. 7. janúar 1981. Hún bar þar nafnið Mrs Thomas Calvin Philips.
2. Ólafur Bertel Pálmason sjómaður og verkamaður, f. 21. maí 1929, d. 12. október 1997.
3. Eygló Bára Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. janúar 1931, d. 21. október 2012.
4. Þórunn Kristín Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. nóvember 1932, d. 22. október 1977.
5. Jóhanna Ragna Pálmadóttir húsfreyja, síðast í Eyrarsveit, f. 16. febrúar 1935, d. 23. desember 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.