Sveinbjörn Guðlaugsson (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinbjörn Guðlaugsson.

Sveinbjörn Guðlaugsson frá Laugalandi við Vestmannabraut 53a, vélvirki fæddist 4. desember 1925 og lést 5. desember 2017.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og bátsformaður, f. 30. júlí 1889 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, d. 23. júní 1970, og kona hans Guðríður Björg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1891 á Seyðisfirði, d. 8. maí 1972.

Börn Bjargar og Guðlaugs:
1. Þorsteinn Guðni, f. 18. apríl 1917, d. 17. september 2001.
2. Sigurður Ingiberg, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957.
3. Guðbjörn Guðlaugsson, f. 26. nóvember 1920, d. 1. desember 2006.
4. Indíana Guðlaugsdóttir, f. 26. september 1922, d. 4. júní 1994.
5. Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 4. desember 1925, d. 5. desember 2017.
6. Emilía Guðlaugsdóttir, f. 16. maí 1929, d. 19. febrúar 2007.
Barn Guðlaugs með Hermanníu Sigurðardóttur, f. 4. september 1896, d. 23. júlí 1989, var
7. Laufey Guðlaugsdóttir, f. 22. mars 1918 á Nesi í Norðfirði, d. 21. júní 2006 í Reykjavík.

Sveinbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélstjórn og vélvirkjun.
Sveinbjörn var sjómaður, vélstjóri síðar vann hann við iðn sína. Eftir flutning 1973 vann hann sjálfstætt.
Þau Svanhildur giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Strandbergi við Strandveg 39A, í Grænuhlíð 1 1972, en fluttu til lands í Gosinu 1973, fyrst til Reykjavíkur með viðkomu í Kópavogi, en síðar í Mosfellssveit.
Sveinbjörn lést 2017.

I. Kona Sveinbjörns, (26. september 1953), er Svanhildur Guðmundsdóttir frá Ásgarði við Heimagötu 29 , húsfeyja, f. 29. ágúst 1931.
Börn þeirra:
1. Gísli Sveinbjörnsson vélstjóri, vélvirki, f. 7. apríl 1954. Kona hans Helga Þórisdóttir.
2. Emilía Sveinbjörnsdóttir mannauðsstjóri, f. 24. september 1958. Maður hennar Eymundur Austmann Jóhannsson.
3. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir viðskiptafræðingur, f. 26. september 1965, d. 9. október 2017. Maður hennar Arnar Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. október 2017. Minning Svanhildar Sveinbjörnsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.