Svartbakur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Svartbakur (Larus marinus)

  • Lengd: 64-79 cm.
  • Fluglag: Fuglinn, sem oft er nefndur veiðibjalla, er tignarlegur að sjá, hvort sem hann flýgur eða situr kyrr, en vekur þó sjaldnast aðdáun, enda er hann illræmdur ræningi.
  • Fæða: Ýmiss konar fiskmeti er oftast uppistaðan í fæðunni, en egg og ungar annarra fugla, fullorðnir fuglar og jafnvel nýborin lömb geta líka orðið fyrir barðinu á hungruðum svartbaki.
  • Varpstöðvar: Í byggðum við strendur og í eyjum og hólmum, stundum langt frá sjó, jafnvel á grjóteyrum og í grösugum brekkum.
  • Hreiður: Oftast úr sinu, þangi, sprekum og tiltæku rusli.
  • Egg: 2-3, ólífugræn eða brúnleit með dökkum dröfnum.
  • Heimkynni: Svartbakur á frá fornu fari heimkynni við gjörvallt norðanvert Norður-Atlantshaf, en hefur breiðst mjög út á síðari árum, bæði til suðurs og vesturs.