Svanhvít Kristín Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2019 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2019 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Svanhvít Kristín Einarsdóttir''' vinnukona fæddist 18. desember 1916 í París og lést þar 20. maí 1934. <br> Foreldrar hennar voru Einar Þórðarson (Litlu-Grund)|Ei...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Svanhvít Kristín Einarsdóttir vinnukona fæddist 18. desember 1916 í París og lést þar 20. maí 1934.
Foreldrar hennar voru Einar Þórðarson frá Götu í Holtum, Rang., verkamaður, lifrarbræðslumaður, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925 og fyrri kona hans Ingunn Jónsdóttir frá Brunnum í Suðursveit, húsfreyja, f. 4. júlí 1885, d. 18. júní 1918.
Fósturforeldrar Svanhvítar voru Guðjón Þórðarson formaður, útgerðarmaður, f. 16. september 1879, d. 10. apríl 1957, og kona hans Valgerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1886, d. 11. janúar 1967.

Börn Ingunnar og Einars:
1. Ásgeir Einarsson ráðsmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 14. febrúar 1907 á Horni í Bjarnanessókn í A-Skaft., d. 23. desember 1983.
2. Óskar Hafsteinn Einarsson, f. 6. september 1908 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 27. nóvember 1932.
3. Nanna Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. janúar 1910 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 3. janúar 1997. Hún var alin upp á Skeggjastöðum í Gerðahreppi hjá Guðnýju Gísladóttur og Guðmundi Guðmundssyni skósmið.
4. Guðlaug Lovísa Einarsdóttir, f. 14. janúar 1911 á Gjábakka, síðast á Árbliki í Fáskrúðsfirði, d. 16. maí 1993.
5. Helga Einarsdóttir, f. 10. október 1912 á Nýlendu, d. 13. febrúar 1993. Hún var í fóstri á Felli í Breiðdal 1920 hjá Guðlaugu Helgu Þorgrímsdóttur og Árna-Birni Guðmundssyni. Hún bjó síðast á Berufirði.
6. Páll Vídalín Einarsson bifreiðastjóri, f. 20. nóvember 1914 á Kirkjubæ, d. 13. desember 1988. Hann var í fóstri hjá ekkjunni ömmu sinni á Krossalandi í Lóni 1920, bjó síðast á Höfn við Hornafjörð.
7. Svanhvít Kristín Einarsdóttir, f. 18. desember 1916 í París, d. 20. maí 1934.
8. Kristinn Ingi Einarsson, f. 10. júní 1918 á Eiðinu, d. 13. nóvember 1945. Hann var fóstraður hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur á Reynivöllum í Suðursveit, A-Skaft., bjó síðast á Hraunbóli í V-Skaft.

Börn Einars Þórðarsonar og Guðrúnar Gísladóttur, síðari konu hans og hálfsystkini Svanhvítar Kristínar:
9. Sveinbjörn Þórarinn Einarsson bifreiðastjóri, f. 19. júlí 1919 á Jaðri, d. 8. desember 1995.
10. Þuríður Einarsdóttir, f. 15. september 1920 á Litlu-Grund, dó óskírð, en nefnd.
11. Þuríður Einarsdóttir, f. 22. maí 1922 á Litlu-Grund, síðar húsfreyja í Reykjavík, d. 14. mars 1992.
12. Ingunn Eyrún Einarsdóttir, f. 28. júní 1925 á Litlu-Grund, finnst ekki síðan og mun hafa dáið ung.

Svanhvít Kristín var tökubarn á Heklu við Hásteinsveg hjá Guðjóni föðurbróður sínum og konu hans Valgerði Þorvaldsdóttur 1917 og ólst þar upp. Hún var vinnukona hjá Sigurði Gunnarssyni og Sigríði Geirsdóttur á Heimagötu 25 1930.
Hún lést 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.