Svanhildur Sigurðardóttir (myndhöggvari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svanhildur Sigurðardóttir frá Búastöðum, húsfreyja, myndhöggvari fæddist þar 16. febrúar 1945.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson útgerðarmaður og fiskverkandi, f. 10. mars 1918, d. 9. september 1991, og kona hans Lilja Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1921, d. 17. október 2001.

Börn Lilju og Sigurðar:
1. Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1941, d. 8. desember 2018. Maður hennar er Kristinn Karlsson bifvélavirki, stöðvarstjóri.
2. Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. október 1943. Maður hennar er Valgeir Sveinbjörnsson málari.
3. Svanhildur Sigurðardóttir húsfreyja, myndhöggvari, f. 16. febrúar 1945. Fyrrum maður hennar Ragnar Sigurgeirsson. Maður hennar er Haraldur Erlendsson læknir.
4. Vilhjálmur Sigurður Sigurðsson vélfræðingur, f. 3. október 1953. Kona hans er Guðrún Hrefna Sverrisdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur.
5. Lilja Huld Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1957, býr með Hreini Birgissyni verkamanni.

Svanhildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk prófum í Myndlista- og  handíðaskóla Íslands  1980 og prófum í Emerson College of Art 1995.
Svanhildur er myndhöggvari.
Þau Guðmundur Ragnar giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagötu 34 og Brimhólabraut 35.
Þau Haraldur giftu sig 1982, eignuðust sex börn. Þau búa á Englandi.

I.  Fyrri maður Svanhildar, (3. ágúst 1963, skildu), var Guðmundur Ragnar Sigurgeirsson vélvirki, kaupmaður, f. 27. júní 1942, d. 18. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Sigurgeir Guðmundsson, f. 20. júní 1916, d. 3. október 1979, og Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir, f. 7. apríl 1916, d. 13. nóvember 1966.
Börn þeirra:
1.    Helena Ragnarsdóttir fatahönnuður í Danmörku, f. 20. október 1962. Barnsfaðir hennar Jón Svavars Einarsson. Maður hennar Pétur Sverrisson.
2.   Hjalti Þór Ragnarsson matsveinn í Reykjavík, f. 6. apríl 1965. Kona hans Kristrún Hauksdóttir.
3.   Örlygur Andri Ragnarsson sölustjóri á Seltjarnarnesi, f. 9. apríl 1968. Sambúðarkona Birna Garðarsdóttir. Kona hans Rósa Ólafsdóttir.

II.           Maður Svanhildar, (24. júní 1982), er Haraldur Erlendsson læknir, sérfræðingur í geðlækningum, f. 24. september 1956 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans Erlendur Grétar Haraldsson prófessor, f. 3. nóvember 1931, d. 22. nóvember 2020, og  Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 16. desember 1924, d. 28. apríl 2006. Stjúpfaðir Haraldar var Garðar Sigfússon skrifstofustjóri, kaupmaður, f. 9. júlí 1926, d. 15. desember 2015.
Börn þeirra:
1.   Helgi Svanur Haraldsson, f. 1. október 1983.
2.   Logi Svanur Haraldsson, f. 22. janúar 1986.
3.   Eik Haraldsdóttir, f. 2. október 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 28. febrúar 2014. Minning Ragnars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.