Svanfríður Jónsdóttir (Höfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Svanfríður Jónsdóttir frá Vík í Flateyjardal í S-Þing., húsfreyja fæddist 20. júlí 1904 og lést 27. ágúst 1951.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurgeirsson bóndi, f. 6. september 1864, d. 9. september 1952, og kona hans Jónína Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1864, d. 25. febrúar 1908.

Svanfríður missti móður sína, er hún var á fjórða árinu. Hún var með föður sínum og systkinum í Vík 1910, var með föður sínum og síðari konu hans í Borgargerði í Grýtubakkahreppi í S-Þing. 1920.
Hún fluttist til Eyja fá Akureyri 1925, eignaðist Báru með Þorgeiri 1. janúar 1927 í Höfða að Hásteinsvegi 21, giftist Valdimari í júní. Þau bjuggu á Litlu-Grund, Vesturvegi 24 1928. Þau voru þar 1930 með Báru dóttur Svanfríðar og Rafn Hilmar og Guðrún börn hjónanna. Þar fæddust einnig Eygló og Kolbrún.
Þau voru enn á Litlu-Grund 1934, en skildu skömmu eftir fæðingu Kolbrúnar. Þrjú börn þeirra voru send í fóstur.
Svanfríður fluttist til Reykjavíkur, bjó með Báru dóttur sinni um skeið.
Hún lést 1951.

I. Barnsfaðir Svanfríðar var Daníel Þorgeir Lúðvíksson sjómaður frá Eskifirði, f. 27. júlí 1900, síðar útgerðarmaður, smiður á Vopnafirði og á Akureyri, síðast í Reykjavík, d. 13. mars 1967.
Barn þeirra var
1. Bára Þorgeirsdóttir, f. 1. janúar 1927 í Höfða.

II. Maður Svanfríðar, (13. júní 1927), var Valdimar Tómasson málari, bifreiðastjóri, f. 23. febrúar 1904 á Barkarstöðum í Fljótshlíð, d. 15. ágúst 1992.
Börn þeirra:
2. Rafn Hilmar Eyrbekk Valdimarsson sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1928 á Litlu-Grund, d. 26. október 1962.
3. Guðrún Valdimarsdóttir, f. 19. maí 1930 á Litlu-Grund. Maður hennar var Ívar Nikulásson.
4. Eygló Valdimarsdóttir, f. 16. febrúar 1932 á Litlu-Grund, d. 1938.
5. Kolbrún Valdimarsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 2. febrúar 1934 á Litlu-Grund. Maður hennar er Ólafur Þórðarson bifreiðastjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.