Strandvegur 26

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Húsið við Strandveg 26 var byggt árið 1947 af Ísfélaginu. Á þeim tíma var mikil uppbyggingu á hraðfrystihúsum í landinu. Húsið var stækkað árið 1960. Áfast húsinu er Fiskiðjan sem er byggð á sama tíma. Í húsinu hefur verið fiskverkun, skrifstofur og mötuneyti. Einnig voru þar verbúðir fyrr á árum. Verslun og trésmíðaverkstæði hefur verið í húsinu, en fyrir stuttu fengu Round Table menn aðstöðu í hluta hússins. Þá hefur Félag eldri borgara einnig aðstöðu í húsinu.



Heimildir

  • Strandvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.