Steinvör Lárusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Steinvör Lárusdóttir

Steinvör Lárusdóttir var fædd 12. júlí 1866 á Kornhól í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Lárusar Jónssonar og Kristínar Gísladóttur sem síðar bjuggu að Búastöðum. Systkini hennar sem upp komust voru Ólöf (1862-1944), Gísli (1865-1935), Jóhanna (1868-1953), Lárus Kristján (1874-1890), Jóhann Pétur (1876-1953) og Jórunn Fríður (1880-1959).

Steinvör giftist þann 28. október 1887 Einari Bjarnasyni frá Dölum, Vestmannaeyjum, syni hjónanna Bjarna Bjarnasonar og Margrétar Guðmundsdóttur. Einar var fæddur í Vestmannaeyjum 13. apríl 1861 og lést þann 29. maí 1911 í Blaine í Washington fylki í Bandaríkjunum.

Árið 1891 fór Einar einn af stað til Utah í Bandaríkjunum og Steinvör og börn þeirra Gísli, Kristín og Lárus fóru út ári síðar. Þau bjuggu framan af í Spanish Fork í Utah, en fluttu til Washington-fylkis um árið 1900.

Síðustu árin bjó Steinvör hjá Abraham syni sínum og eiginkonu hans, Georgiu, í Bellingham í Washington. Hún lést þann 20. október 1942 og er jarðsett í í Blaine, Washington.

Börn Steinvarar og Einars voru:

  • 1. Kristín Einarsdóttir, f. 22. desember 1884 í Vestmannaeyjum, d. 28. desember 1884 í Vestmannaeyjum „úr krampa“, vafalítið ginklofi.
  • 2. Gísli Jóhann Einarsson, f. 17. febrúar 1886 í Vestmannaeyjum, d. 1. júlí 1898 í Spanish Fork, Utah
  • 3. Kristín Ingunn Einarsdóttir, f. 17. júní 1889 í Vestmannaeyjum, d. fyrir 1910
  • 4. Lárus Einar Einarsson, f. 26. október 1891 í Vestmannaeyjum, d. 31. desember 1892 í Spanish Fork, Utah
  • 5. William Lawrence Bjarnson, f. 22. ágúst 1894 í Spanish Fork, Utah, d. 23. júní 1957 í Oregon.
  • 6. Abraham Isaac Jacob Bjarnson, f. 1899 í Utah, d. 3. janúar 1964 í Washington
  • 7. Margus Christian Bjarnson, f. 23. júlí 1903 í Washington, d. 11. júní 1947 í Kaliforníu.
  • 8. Martin Peter Bjarnason, f. 1905 í Washington, d. 14. júlí 1916 í Washington.
  • 9. Bertha S. Bjarnson – Breedlove - Woltman, f. 1908 í Washington, d. 4. janúar 1992 í Rohnert Park, Sonoma í Kaliforníu.



Heimildir

  • Þorsteinn Víglundsson. Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Blik. 23. árg 1962.
  • Prestþjónustubækur Vestmannaeyjum
  • Vesturfaraskrá 1870-1914 (1983), eftir Júníus H. Kristinsson.
  • Manntal fyrir Whatcom County, Washington árið 1910
  • Manntal fyrir Whatcom County, Washington árið 1930
  • Legstaðaskrá fyrir kirkjugarðinn í Blaine, Washington (Steinvör og Einar)
  • Legstaðaskrá fyrir kirkjugarðinn í Spanish Fork, Utah (Gísli og Lárus)
  • Legstaðaskrá fyrir kirkjugarðinn í Bayview, Washington (Martin Peter)
  • Legstaðaskrá www.findagrave.com (William og Abraham)
  • California Death Records http://vitals.rootsweb.ancestry.com/ca/death/search.cgi (Margus)