Steinunn Jónsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2023 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2023 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Jónsdóttir frá Miðbæli u. Eyjafjöllum, verkakona, vinnukona, húskona, fæddist 19. ágúst 1903 á Rauðsbakka í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og lést 4. nóvember 1976.
Faðir Steinunnar var Jón vinnumaður á Miðbælisbökkum, síðar bóndi á Miðbæli, f. 15. júlí 1859, d. 6. júlí 1937, Einarsson bónda á Minni-Borg og Bakkakoti undir Eyjafjöllum, f. 3. júní 1796, d. 30. janúar 1869, Péturssonar bónda á Fornusöndum og Lambhúshóli undir Eyjafjöllum, f. 1757, d. 7. júlí 1841, Erlendssonar, og konu Péturs, Margrétar húsfreyju á Fornusöndum 1801, f. 1768, d. 25. september 1825, Jónsdóttur.
Móðir Jóns Einarssonar í Miðbæli og síðari kona Einars á Minni-Borg var Margrét húsfreyja í Bakkakoti 1860, f. 7. febrúar 1830 í Pétursey í Mýrdal, d. 16. ágúst 1868, Loftsdóttir bónda í Hjörleifshöfða, f. 22. febrúar 1791, d. 19. apríl 1856, Guðmundssonar, og barnsmóður Lofts, Bjarghildar vinnukonu víða, f. 1800, d. 10. júlí 1856, Oddsdóttur.

Móðir Steinunnar var Margrét húsfreyja í Miðbæli 1910, f. 15. apríl 1866; var hjá foreldrum sínum á Hærri-Þverá í Fljótshlíð 1870, vinnukona og kona (1889) Jóns Einarssonar vinnumanns á Miðbælisbökkum 1890 með 3 börn sín, húsfreyja í Miðbæli 1910, 15 barna móðir, d. 20. mars 1939, Jónsdóttir; hann býr með móður sinni og konu á Efri-Þverá f. um 1828, Eyjólfssonar bónda á Háu-Þverá, f. 3. október 1787, d. 27. júlí 1851, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Þorbjargar frá Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, f. 5. október 1790, d. 24. desember 1888, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar í Miðbæli og kona Jóns Eyjólfssonar á Hærri-Þverá var Margrét húsfreyja á Miðbælisbökkum, f. 11. maí 1834, d. 28. mars 1912, Ögmundsdóttir bónda í Auraseli í Breiðabólsstaðarsókn, f. 30. október 1803, d. 25. maí 1890, Ögmundssonar, og konu Ögmundar í Auraseli, Guðrúnar húsfreyju, f. 23. apríl 1807, d. 29. júlí 1891, Andrésdóttur.

Börn Jóns Einarssonar bónda í Marbæli og Margrétar Jónsdóttur húsfreyju, - í Eyjum:
1. Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ, f. 24. júní 1889, d. 4. apríl 1977.
2. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Vestri-Norðurgarði, f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.
3. Kristín Jónsdóttir í Gíslholti, húsfreyja f. 24. mars 1898, d. 19. apríl 1969.
4. Sæmundur Jónsson verkamaður í Oddhól, f. 27. apríl 1902, d. 12. október 1943.
5. Steinunn Jónsdóttir verkakona, vinnukona í Eystri-Norðurgarði og víðar, húskona, f. 19. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1976.
6. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Eskihlíð, Skólavegi 36 og víðar, f. 9. mars 1908, d. 14. ágúst 1981.
Uppeldisbróðir systkinanna var
7. Adolf Andersen bóndi á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 5. desember 1913, d. 20. september 1987.
Ömmubróðir systkinanna var
8. Guðmundur Ögmundsson í Borg, bróðir Margrétar Ögmundsdóttur.

Steinunn var með foreldrum sínum í Miðbæli 1910, var hjú á Miðbælisbökkum 1920.
Hún fluttist til Eyja 1929, eignaðist Óskar með Katli á Vestri-Uppsölum, Vestmannabraut 51B í apríl á árinu.
Steinunn var vinnukona í Eystri-Norðurgarði 1930, bjó hjá Kristínu systur sinni í Gíslholti við Landagötu með Óskar hjá sér 1934, bjó hjá Sigurbjörgu systur sinni í Eskihlíð, Skólavegi 36 1940, vinnukona að Ofanleiti 1944, en Óskar var í fóstri hjá Guðrúnu móðursystur sinni á Miðbælisbökkum. Steinunn var leigjandi í Stakkholti, Vestmannabraut 49 1945, húskona þar 1949.
Steinunn lést 1976, var grafin að Eyvindarhólum.

Barnsfaðir Steinunnar var
I. Ketill Kristján Brandsson frá Krókvelli u. A-Eyjafjöllum, netagerðarmaður á Bólstað, Heimagötu 18, síðast á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.
Barn þeirra:
1. Óskar Ketilsson sjómaður, síðar bóndi á Miðbælisbökkum u. A-Eyjafjöllum, f. 5. apríl 1929, d. 11. maí 1993. Kona hans var Björg Jóhanna Jónsdóttir frá Önundarfirði.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. maí 1993. Minning Óskars Ketilssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.