Steinunn Brynjólfsdóttir (Breiðholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2018 kl. 16:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2018 kl. 16:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Steinunn Brynjólfsdóttir''' húsfreyja í BreiðholtI fæddist 4. maí 1887 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum og lést 22. júlí 1977.<br> Faðir hennar var Brynjólfur b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Brynjólfsdóttir húsfreyja í BreiðholtI fæddist 4. maí 1887 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum og lést 22. júlí 1977.
Faðir hennar var Brynjólfur bóndi á Syðri-Kvíhólma, f. 7. janúar 1844, varð undir skipi í fiskiróðri og lést 10. mars 1892, Gíslason bónda í Varmahlíð, sjómanns í Eyjum, fyrirvinnu í Móhúsum, f. 1804, fórst með Gauki 13. mars 1874, Brynjólfssonar bónda á Minna-Núpi í Árness., f. 1757 á Voðmúlastöðum í V-Landeyjum, d. 8. júní 1830, Jónssonar Thorlaciusar klausturhaldara á Kirkjubæjarklaustri, setudómara, bónda víða, - var síðan til heimilis í Árkvörn í Fljótshlíð hjá dóttur sinni, f. 1722, d. að Stóra-Núpi 1803, Brynjólfssonar sýslumanns Thorlaciusar Þórðarsonar biskups Skúlasonar, og konu Brynjólfs sýslumanns, Jórunnar húsfreyju, f. 29. september 1693, d. 8. júní 1761, Skúladóttur prests á Grenjaðarstað Þorlákssonar.
Móðir Brynjólfs Jónssonar á Minna-Núpi og kona Jóns Thorlaciusar var Þórunn, f. 1726, d. 21. mars 1813 að Árkvörn, Halldórsdóttir biskups á Hólum í Hjaltadal, f. 15. apríl 1692, d. 22. október 1752, Brynjólfssonar, og konu Halldórs biskups, Þóru húsfreyju, f. 1705, d. 27. september 1767, Björnsdóttur Thorlaciusar prests og prófasts í Görðum á Álftanesi.
Móðir Gísla í Móhúsum og síðari kona Brynjólfs á Minna-Núpi var Þóra húsfreyja, f. 1775 á Ósabakka á Skeiðum, d. 6. mars 1861, Erlingsdóttir vinnumanns víða, f. 1751, Ólafssonar bónda í Syðra-Langholti, f. 1711, d. 1759, Gíslasonar, og konu Ólafs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1717, d. 1. janúar 1792, Gísladóttur.
Kona Gísla í Móhúsum og móðir Brynjólfs í Kvíhólma var Þorbjörg húsfreyja, f. 1805 á Brekku í Biskupstungum, d. 3. júlí 1862, Bjarnadóttir, bónda í Úthlíð í Biskupstungum, f. 1777, Þorsteinssonar, og konu Bjarna, Þóru húsfreyju, f. 1773 í Austurhlíð í Biskupstungum, Guðmundsdóttur.

Móðir Steinunnar í Breiðholti og kona Brynjólfs Gíslasonar var Guðrún húsfreyja, f. 1. mars 1858, d. 23. ágúst 1910, Bjarnadóttir, þá vinnumaður í Eyvindarholti u. Eyjafjöllum, síðar bóndi í Ásólfsskála þar, f. 1. desember 1930 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 11. júlí 1900 í Aurgötu u. Eyjafjöllum, Jónssonar bónda á Syðri-Steinsmýri og á Refsstöðum í Landbroti, síðan húsmaður á Syðri-Steinsmýri, f. 24. apríl 1797 á Fossi á Síðu, d. 13. október 1829 á Syðri-Steinsmýri, Bjarnasonar, og konu Jóns Bjarnasonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 17. október 1799 á Syðri-Steinsmýri, Árnadóttur.
Móðir Guðrúnar húsfreyju á Kvíhólma og barnsmóðir Bjarna vinnumanns, síðar bónda í Ásólfsskála, var Guðlaug vinnukona, síðar húsfreyja í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum, f. 10. febrúar 1833, d. 11. október 1909, Ólafsdóttir frá Suður-Fossi í Mýrdal, bónda í Vatnsdalskoti og Stóru-Mörk, f. 1787, d. 21. apríl 1851, Ólafssonar, og konu Ólafs Ólafssonar, Guðrúnar frá Stóru-Mörk, húsfreyju, f. 26. júní 1792, d. 11. mars 1878, Jónsdóttur.

Börn Brynjólfs Gíslasonar og Guðrúnar, - í Eyjum voru:
1. Sighvatur Brynjólfsson, um skeið tollvörður í Eyjum, sendur frá Reykjavík, f. 20. apríl 1880, d. 1. apríl 1953.
2. Þorsteinn Brynjólfsson sjómaður í Þorlaugargerði 1920, síðan landverkamaður, f. 7. nóvember 1883, d. 17. febrúar 1963.
3. Steinunn Brynjólfsdóttir húsfreyja í Breiðholti, f. 4. maí 1887, d. 22. júlí 1977.
4. Guðlaugur Brynjólfsson útgerðarmaður og skipstjóri í Odda, síðast í Kópavogi, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972.

Börn Gísla Brynjólfssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur föðurforeldra Steinunnar í Breiðholti hér:
1. Solveig Gísladóttir á Arnarhóli, f. 16. september 1838, d. 18. september 1923 í Eyjum.
2. Halldór Gíslason, f. 2. júní 1840 í Varmahlíð.
3. Brynjólfur Gíslason bóndi á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 7. janúar 1844, d. 10. mars 1892.
4. Gísli Gíslason vinnumaður í Jómsborg, f. 23. október 1847 í Björnskoti, fór til Vesturheims frá Jónshúsi 1885, ásamt Sigmundi syni sínum, - járnbrautarstarfsmaður, d. 1. desember 1910.
5. Bjarni Gíslason, f. 24. desember 1848 í Björnskoti.
6. Þorsteinn Gíslason í Móhúsum, f. 19. júní 1851 í Björnskoti, d. 5. júní 1894. Hann var holdsveikur og var hjúkrað af Evlalíu Nikulásdóttur. (Sjá Blik 1969: Konan, sem vann kærleiksverkið mikla).

Steinunn var með foreldrum sínum í æsku, var hjú í Eyvindarmúla í Fljótshlíð 1901.
Þau Jónatan fluttust til Eyja 1909, bjuggu í nýreistu húsi sínu, Breiðholti, og bjuggu þar síðan. Þau giftu sig 1910, eignuðust fimm börn.

I. Maður Steinunnar, (17. desember 1910), var Jónatan Snorrason sjómaður, vélstjóri, rennismiður, f. 6. september 1875, d. 15. september 1960.
Börn þeirra:
1. Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1823.
3. Sveinn Jónatansson vélstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.
4. Brynjólfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.
5. Sigrún Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.