Steinunn Þorsteinsdóttir (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Steinunn Þorsteinsdóttir vinnukona frá Kastala fæddist 22. september 1862 og lést 7. febrúar 1927 í Vesturheimi.

Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson tómthúsmaður og ekkill í Kastala, f. 27. júlí 1833, drukknaði 1863, og Guðrún Jónsdóttir, þá í Kastala, ekkja eftir Hjálmar Filippusson, f. 21. apríl 1825, d. 2. júní 1890.

Steinunn var með móður sinni í Kastala 1862, niðursetningur ásamt móður sinni hjá Arndísi Jónsdóttur þar 1863, niðursetningur þar 1864 og enn 1870.
Hún var vinnukona í Jónshúsi 1880 og við fæðingu Sigmundar 1883. Hún var á Gjábakka við brottför til Vesturheims 1886.

I. Maður hennar var Gísli Gíslason Brynjólfssonar, en hann var þá í Jónshúsi, f. 1847, d. 1. desember 1910.
Börn þeirra:
1. Sigmundur Gíslason (Sigmundur Mundi Gíslason Geslison) járnbrautarverkamaður og fleira í Spanish Fork í Utah, f. 29. október 1883 í Jónshúsi, fór til Vesturheims, d. 31. mars 1965. Kona hans Sveinsína Aðalbjörg Árnadóttir Johnson.
2. Margareth Gislason Braithwaite, f. 22. febrúar 1889 í Spanish Fork.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.