Steinmóður Guðmundsson (Steinmóðshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Steinmóður Guðmundsson frá Steinmóðshúsi fæddist 15. maí 1860 og lést 4. ágúst 1912 í Framnesi.
Foreldrar hans voru Elín Steinmóðsdóttir vinnukona og barnsfaðir hennar Guðmundur Pétursson, f. 1836, d. 19. janúar 1900.

Systkini hans, öll hálfsystkini hans, voru m.a.:
1. Friðrikka Matthildur Jónsdóttir, f. 3. júní 1863.
2. Guðmundur Jesson, síðar verkamaður á Litlu-Grund, f. 13. nóvember 1867, d. 19. apríl 1931.
3. Kristján Sæmundsson, f. 20. mars 1875, d. 18. febrúar 1933.
4. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Framnesi, f. 31. ágúst 1858, á lífi 1920.
5. Jón Guðmundsson, f. 27. mars 1862, hrapaði til bana 28. júlí 1876.

Steinmóður var með móður sinni á heimili Elínar móðurmóður sinnar í Steinmóðshúsi frá fæðingu til 1867, var niðursetningur hjá Sesselju Arnoddsdóttur ekkju í Grímshjalli 1868-1872, á Ofanleiti 1873-1879, léttadrengur þar 1880, vinnumaður þar 1881, vinnudrengur þar 1882, vinnumaður 1883-1884.
Hann var vinnumaður í Boston 1885, í Draumbæ 1886-1887, á Kirkjubæ 1888-1889, í Uppsölum 1890, á Kirkjubæ hjá Guðbjörgu Guðmundsdóttur hálfsystur sinni 1891 og enn 1901.
Steinmóður fluttist til Austfjarða, var vinnumaður á Króki í Kolfreyjustaðarsókn 1910.
Hann fluttist til Eyja og lést 1912.
Steinmóður var ókv. og barnlaus í Eyjum. Hann var uppnefndur Steinmóður sterki.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.