Steingrímur Magnússon (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Steingrímur Magnússon.

Steingrímur Magnússon frá Miðhúsum, sjómaður, starfsmaður ferskfiskeftirlitsins fæddist 6. janúar 1891 í Reykjavík og lést 30. maí 1980.
Foreldrar hans voru Magnús Pálsson frá Ártúni á Kjalarnesi, tómthúsmaður, f. 22. maí 1847, d. 16. október 1909, og kona hans Rannveig Brynjólfsdóttir frá Norðurgarði, húsfreyja, f. þar 27. september 1857, d. 5. október 1922.

Börn Rannveigar og Magnúsar hér:
1. Steingrímur Magnússon, tvíburi, f. 6. janúar 1891 að Þingholtsstræti 17, d. 3. maí 1980.
2. Guðrún Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja í Reykjavík, f. 6. janúar 1891 að Þingholtsstræti 17, d. 8. nóvember 1929.
3. Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. ágúst 1892 í Skálholtskoti í Reykjavík, d. 2. mars 1955.
4. Jórunn Þórey Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. júlí 1897 í Skálholtskoti, d. 23. mars 1981.

Steingrímur var með foreldrum sínum, en fór til Margrétar Brynjólfsdóttur móðursystur sinnar og Hannesar lóðs á Miðhúsum 15 ára og ólst þar upp.
Hann tók þátt í starfsemi Leikfélagsins og í íþróttum, var m.a. í knattspyrnuliði Eyjanna í fyrsta Íslandsmótinu, sem Eyjamenn tóku þátt í 1912.
Steingrímur var snemma sjómaður, var á Hansínu VE 200 með Magnúsi á Vesturhúsum. Hann var einnig á enskum togara um skeið, var með Þórarni Olgeirssyni 1928 og var með honum í 10 ár, síðan á Gylli og sigldi með honum stríðsárin.
Steingrímur varð starfsmaður ferskfiskeftirlitsins frá 1952 fram um 1970.
Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu.
Steingrímur eignaðist barn með Guðrúnu 1912.
Steingrímur eignaðist barn með Ingunni 1918.
Hann eignaðist tvö börn með Pálínu, en sambandi þeirra slitnaði, áður en síðara barnið fæddist.
Þau Vilborg giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu við Grundarstíg, Spítalastíg, Lokastíg og Stangarholt í Reykjavík.
Vilborg lést í janúar 1980 og Steingrímur í maí 1980.

I. Barnsmóðir Steingríms var Guðbjörg Guðmundsdóttir vinnukona, f. 4. september 1876 í Hjallakoti á Álftanesi, d. 8. september 1961.
Barn þeirra:
1. Stefán Steingrímsson vinnumaður, síðar í Reykjavík, f. 8. desember 1912, d. 1. desember 1986.

II. Barnsmóðir Steingríms var Ingunn Katrín Arnfinnsdóttir í Ási við Kirkjuveg 49, frá Neshjáleigu í Loðmundarfirði, vinnukona í Hlíðarhúsi 1922, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. mars 1888, d. 17. júlí 1958.
Barn þeirra:
2. Beta Einarína Steingrímsdóttir, f. 23. nóvember 1918, d. 3. mars 1920.

III. Barnsmóðir Steingríms var Pálína Kristjana Scheving, f. 29. nóvember 1890, d. 27. maí 1982.
Börn þeirra:
3. Hermann Steingrímsson, f. 29. júní 1918 í Heiðarhvammi, d. 8. apríl 1935. Hann var með móður sinni í Reykjavík 1931, stundaði menntaskólanám við andlát.
4. Ásta Steingrímsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1920 á Kirkjulandi, d. 23. apríl 2000.

III. Kona Steingríms var Vilborg Sigþrúður Vigfúsdóttir frá Hraunbæ í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 14. febrúar 1892, d. 26. janúar 1980. Foreldrar hennar voru Vigfús Árnason bóndi, f. 1850 í Skálmarbæ í Álftaveri, skírður 16. mars, d. 4. febrúar 1912, og fyrri kona hans Þóranna Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 20. október 1861 í Múlakoti á Síðu í V.-Skaft., d. 18. september 1897 í Heiðarseli á Síðu.
Börn þeirra:
4. Tryggvi Steingrímsson bryti í Reykjavík, f. 2. apríl 1922, d. 19. febrúar 1997. Kona hans Ása Karlsdóttir.
5. Haraldur Steingrímsson rafvirki, starfsmaður í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, f. 7. september 1923, d. 8. september 1989. Barnsmóðir hans Halldóra Helgadóttir. Kona hans Þyrí Gísladóttir frá Arnarhóli.
6. Rannveig Steingrímsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 25. október 1925, d. 2. júlí 1994. Maður hennar Lee Elis Roi Saari.
7. Margrét Steingrímsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. febrúar 1928, d. 26. september 2012. Maður hennar Gunnar Árnason.
8. Guðrún Steingrímsdóttir kaupmaður, f. 9. apríl 1929. Maður hennar Már Árnason.
9. Þór Vignir Steingrímsson vélfræðingur, vélstjóri, f. 28. febrúar 1933, d. 12. júní 2015. Fyrum kona hans Sigrún Þóra Indriðadóttir. Kona hans Magnea Jónína Þorsteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.