Steindór Jónsson (Reykjum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. febrúar 2017 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2017 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Steindór Jónsson. '''Steindór Jónsson''' bifreiðastjóri fæddist 24. september 1908 á Steinum u. Eyjafjöllum og lést 16. febrúa...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Steindór Jónsson.

Steindór Jónsson bifreiðastjóri fæddist 24. september 1908 á Steinum u. Eyjafjöllum og lést 16. febrúar 2010 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi, bókbindari, f. 28. júlí 1867, d. 21. ágúst 1916, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1868, d. 13. febrúar 1955.

Börn Jóns og Jóhönnu voru:
1. Einar Jónsson símaverkstjóri, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1892, d. 9. apríl 1994.
2. Steinunn Jónsdóttir, f. 21. september 1893, d. 27. september 1893.
3. Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum, f. 10. október 1894, d. 20. desember 1989.
4. Magnús Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Arnarfelli, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927.
5. Sigurjón Jónsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 5. mars 1898, d. 1. nóvember 1981.
6. Guðjón Jónsson skipstjóri í Hlíðardal, f. 15. desember 1899, d. 8. júlí 1966.
7. Guðni Jónsson vélstjóri, formaður , síðar í Keflavík, f. 3. janúar 1906, d. 18. október 1957.
8. Steindór Jónsson bifreiðastjóri, síðar í Reykjavík, f. 24. september 1908, d. 16. febrúar 2010.
9. Guðmundur Einar Jónsson bifreiðastjóri, f. 16. desember 1912, síðast á Skólavegi 25, d. 24. apríl 1950.

Steindór var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hans lést 1916.
Hann fluttist með móður sinni og Bergþóru systur sinni og Guðjóni manni hennar að Rimhúsum 1917, en þaðan til Eyja 1920 og var með móður sinni á Eystri-Gjábakka á því ári, í Hlíðardal 1927, á Reykjum 1930, var bifreiðastjóri í Hvammi 1934 og hjá honum var Þórunn Ólöf unnusta hans.
Þau bjuggu á Hásteinsvegi 17 1936.
Steindór tók bílpróf 1928 þá 20 ára gamall. Hann var ráðinn bílstjóri við Beinamjölsverksmiðjuna. Einnig var hann í Slökkviliðinu. Þegar Bifreiðastöð Vestmannaeyja var stofnuð árið 1929 gerðist hann félagi. Við þetta starfaði hann í meira en áratug. Á sumrin var hann í símavinnu hjá Einari bróður sínum uppi á landi.
Steindór var með móður sinni á Skólavegi 25 1940, en fluttist skömmu síðar til Reykjavíkur.
Þau Þórunn Ólöf bjuggu saman og eignuðust þrjú börn í Eyjum.
Steindór dvaldi að síðustu á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Hann lést 2010, rúmlega eitt hundrað og eins árs.

Sambýliskona Steindórs, (skildu), var Þórunn Ólöf Benediktsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1912, d. 28. maí 1964.
Börn þeirra:
1. Grímur Marinó Steindórsson listamaður, f. 25. maí 1933 á Vestmannabraut 76.
2. Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, dagmóðir frá Hlíðardal, f. 28. nóvember 1934 í Langa-Hvammi.
3. Hrönn Steindórsdóttir, f. 26. febrúar 1936 á Hásteinsvegi 17, d. 16. mars 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.